Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að með skipulagsbreytingum hjá ­samtökunum verði þau líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu hér á landi, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. Mynd / HKr.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að með skipulagsbreytingum hjá ­samtökunum verði þau líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu hér á landi, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. Mynd / HKr.
Fréttir 10. október 2019

Aukin hagræðing og samlegðaráhrif

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í lok september voru kynntar skipulagsbreytingar hjá Bænda­samtökum Íslands sem taka gildi um næstu áramót. Megin­þættir þeirra eru sameining tölvudeildar BÍ og Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins og að fjármála­svið samtakanna færist til fjármála­deildar Hótel Sögu.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands, segir að tilgangur breyting­anna sé að leita hagræðingar og samlegðar­áhrifa í rekstri samtakanna og dótturfélaga.

„Ástæðurnar eru einkum breyttar aðstæður í rekstri sem öll aðildar­félög BÍ, sem nutu tekna af búnaðargjaldi, eru að fást við. Fjármálaumsýsla samtakanna, þ.e. bókhald, reikninga­gerð, launagreiðslur og önnur tengd verkefni, mun eftir breytinguna fara fram í sameinaðri deild sem sinnir slíkum verkefnum fyrir samtökin og dótturfélög þeirra; Hótel Sögu, Bændahöllina og NBÍ.“

Tölvuþjónustan til RML

„Tölvuþjónustan og ráðgjafarstarf eru þegar tengd nánum böndum og með því að sameina þá starfsemi hjá RML liggja tækifæri í að efla starfsemina í heild. Ráðgjafarstarfið byggir ekki síst á upplýsingum úr skýrsluhaldi bænda og þróun þeirra kerfa verður heldur ekki skilvirk nema með beinum og virkum tengslum við notendur. Mikil framþróun er í tæknilausnum í landbúnaði og ráðgjafarstarf bænda hér heima þarf að nýta þá möguleika sem í því felast. Félagsmenn í BÍ munu áfram njóta sérkjara á forritum eins og verið hefur.“

Bændablaðið með svipuðu sniði

Sigurður segir að Bændablaðið muni starfa áfram með svipuðum hætti og áður. Blaðið er öflugt málgagn bænda og landsbyggðar sem er dreift um land allt í 32.000 eintökum hálfsmánaðarlega og fær mikinn lestur og nær þannig til fólks langt utan bændastéttarinnar sjálfrar.

Fækkað í yfirstjórn Bændasamtakanna

Fækkað verður í yfirstjórn Bænda­samtakanna og hefur staða aðstoðar­framkvæmdastjóra verið lögð niður. Eftir breytingarnar verði Bænda­samtökin líkari öðrum hagsmuna­samtökum í atvinnulífinu hér á landi, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi.

„Vissulega mun taka tíma að aðlagast breytingunum en það er sannfæring stjórnar og framkvæmdastjóra BÍ að sú leið sem nú er farin eigi eftir að koma vel út fyrir félagsmenn samtakanna. Takmarkið er að verkefnin standi sterkari á eftir, bæði öflugri þjónusta við bændur og hagsmunabarátta.“

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...