Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá undirritun samningsins, Jakob Björgvin bæjarstjóri, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Frá undirritun samningsins, Jakob Björgvin bæjarstjóri, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júlí 2024

Aukið framboð íbúðahúsnæðis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var undirritað samkomulag á milli ríkisins, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á tímabilinu 2024–2029.

Auk þess verður uppbygging fjármögnuð á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði í Stykkishólmi. Samkomulagið byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir í húsnæðismálum, sem gerður var sumarið 2022

Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður og 60 nýjar íbúðir byggðar

Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum hefur verið að fjölga jafnt og þétt á síðustu árum. „Því fagna ég sérstaklega undirritun þessa samkomulags sem miðar að því að skapa skilyrði til nauðsynlegrar uppbyggingar til að koma til móts við vaxandi íbúafjölda og áhuga fólks á að flytja til okkar. Með undirritun samkomulagsins er sveitarfélagið einnig að sýna í verki að það vill vera leiðandi þátttakandi í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga um að stórauka framboð fjölbreyttra íbúðakosta til að mæta nauðsynlegri íbúðaþörf, ekki síst til að allir hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Markmið samkomulagsins við Stykkishólm er að byggðar verði um 60 íbúðir í sveitarfélaginu á næstu fimm árum í samræmi við metna þörf samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir 18 hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og fimm félagslegum íbúðum. Áformin eru í samræmi við endurskoðun á húsnæðisáætlun Stykkishólms, sem gerir ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins muni fjölga um rúmlega 100 á næstu árum. Sveitarfélagið mun leitast við að tryggja nægjanlegt framboð byggingarhæfra lóða í samræmi við samkomulagið og stefnir að því að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir 44 íbúðir í ár.

Ráðherra fagnar

„Það var sérstaklega gleðilegt að undirrita þennan samning við Stykkishólm,
en þörfin fyrir uppbyggingu húsnæðis er brýn um allt land. Ég fagna því sérstaklega að tæplega þriðjungur þeirra íbúða sem hér um ræðir verði hagkvæmar íbúðir með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...