Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. maí 2020

Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sjötíu og fjórir listamenn dvöldu í Textílmiðstöðinni á Blönduósi í fyrra og komu þeir frá öllum heimshornum, eða frá 16 löndum. Þrátt fyrir ástandið er starfsemi í gangi í miðstöðinni og dvelja þar nú þrír listamenn. Margir listamenn sem áttu pantað pláss í vor og sumar hafa frestað komu sinni eða hætt við hana.  
 
Frá Textílmiðstöðinni.
 
Alþjóðlegur styrkur 
 
Textílmiðstöðin og Þekkingar­setrið á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköp­unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Ef allt gengur eftir mun það hefjast í haust. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu.
 
Tækjakaup 
 
Á vef Textílsetursins kemur fram að stefnt sé að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blóm­legrar miðstöðvar þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geti fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu.
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.