Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. maí 2020

Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sjötíu og fjórir listamenn dvöldu í Textílmiðstöðinni á Blönduósi í fyrra og komu þeir frá öllum heimshornum, eða frá 16 löndum. Þrátt fyrir ástandið er starfsemi í gangi í miðstöðinni og dvelja þar nú þrír listamenn. Margir listamenn sem áttu pantað pláss í vor og sumar hafa frestað komu sinni eða hætt við hana.  
 
Frá Textílmiðstöðinni.
 
Alþjóðlegur styrkur 
 
Textílmiðstöðin og Þekkingar­setrið á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköp­unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Ef allt gengur eftir mun það hefjast í haust. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu.
 
Tækjakaup 
 
Á vef Textílsetursins kemur fram að stefnt sé að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blóm­legrar miðstöðvar þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geti fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu.
Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...