Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi
Fréttir 26. mars 2020

Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug Alda Þórarinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri seyru­verkefnisins svokallaða, sem sex sveitarfélög í Árnessýslu, auk Ásahrepps í Rangárvallasýslu standa að.

Áslaug Alda er frá Spóastöðum í Bláskógabyggð og bý þar núna með sambýlismanni sínum, Ingva Rafni Óskarssyni, og sonum þeirra, þeim Aroni Gauta og Elvari Andra, sem eru fjögurra ára. Helstu verkefni Áslaugar Öldu verða  að halda utan um verkefnið í heild sinni, koma upplýsingum til fasteignaeigenda ef illa gengur að losa rotþróna hjá viðkomandi, taka við ábendingum og öllu því sem betur má fara í tengslum við tæmingu, sinna fræðslu og koma almennum og sértækum upplýsingum til eigenda rotþróa. Þá er hluti starfsins að sjá um skráningu í gagnagrunn enda er mikilvægt að allar upplýsingar séu tiltækar þegar á þarf að halda svo þjónustan verði góð og hnökralaus. Sveitarfélögin, sem standa að verkefninu eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

„Nýja starfið leggst mjög vel í mig og er mín helsta starfsstöð á Borg í Grímsnesi þar sem tekið hefur verið mjög vel á móti mér og líður mér strax mjög vel þar. Ég mun samt koma til með að vera á flakkinu og er nú þegar búin að fara og heimsækja allar skrifstofur sveitarfélaganna, sem eru í verkefninu,“ segir Áslaug Alda. 

Skylt efni: seyra | seyruverkefni

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...