Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi
Fréttir 26. mars 2020

Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug Alda Þórarinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri seyru­verkefnisins svokallaða, sem sex sveitarfélög í Árnessýslu, auk Ásahrepps í Rangárvallasýslu standa að.

Áslaug Alda er frá Spóastöðum í Bláskógabyggð og bý þar núna með sambýlismanni sínum, Ingva Rafni Óskarssyni, og sonum þeirra, þeim Aroni Gauta og Elvari Andra, sem eru fjögurra ára. Helstu verkefni Áslaugar Öldu verða  að halda utan um verkefnið í heild sinni, koma upplýsingum til fasteignaeigenda ef illa gengur að losa rotþróna hjá viðkomandi, taka við ábendingum og öllu því sem betur má fara í tengslum við tæmingu, sinna fræðslu og koma almennum og sértækum upplýsingum til eigenda rotþróa. Þá er hluti starfsins að sjá um skráningu í gagnagrunn enda er mikilvægt að allar upplýsingar séu tiltækar þegar á þarf að halda svo þjónustan verði góð og hnökralaus. Sveitarfélögin, sem standa að verkefninu eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

„Nýja starfið leggst mjög vel í mig og er mín helsta starfsstöð á Borg í Grímsnesi þar sem tekið hefur verið mjög vel á móti mér og líður mér strax mjög vel þar. Ég mun samt koma til með að vera á flakkinu og er nú þegar búin að fara og heimsækja allar skrifstofur sveitarfélaganna, sem eru í verkefninu,“ segir Áslaug Alda. 

Skylt efni: seyra | seyruverkefni

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun