Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir
Fréttir 22. desember 2021

Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustöðin Ártangi hefur tekið í notkun nýjar 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar pappírsumbúðir fyrir framleiðslu sína sem er aðallega ferskt krydd í pottum.

Gunnar Þorgeirsson, sem rekur garðyrkjustöðina Ártanga ásamt eiginkonu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur, segir að leitin eftir umhverfisvænum umbúðum sem henta fyrir framleiðslu Ártanga hafi tekið nokkur ár.

Umbúðirnar lofa góðu og þar sem þær eru gerðar úr 100% pappír eru þær 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar.

„Við höfum farið á sýningar erlendis til að finna umbúðir sem passa fyrir okkar framleiðslu. Kryddjurtirnar er seldar í pottum og umbúðirnar því lokaðar að neðan og þola raka um tíma svo að þær skemmist ekki. Umbúðasalar sem við höfum verið í sambandi við hafa komið með alls konar hugmyndir að lausn en enga sem við höfum talið fullnægja okkar þörfum.

Í janúar 2020 hittum við á sýningu í Essen í Þýskalandi fulltrúa fyrirtækis sem bauð upp á mjög ásættanlega lausn. Vinna við að hefja notkun á umbúðunum hefur svo staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári og þær loksins komnar á markað eftir langan og strangan undirbúning,“ segir Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...