Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir
Fréttir 22. desember 2021

Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustöðin Ártangi hefur tekið í notkun nýjar 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar pappírsumbúðir fyrir framleiðslu sína sem er aðallega ferskt krydd í pottum.

Gunnar Þorgeirsson, sem rekur garðyrkjustöðina Ártanga ásamt eiginkonu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur, segir að leitin eftir umhverfisvænum umbúðum sem henta fyrir framleiðslu Ártanga hafi tekið nokkur ár.

Umbúðirnar lofa góðu og þar sem þær eru gerðar úr 100% pappír eru þær 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar.

„Við höfum farið á sýningar erlendis til að finna umbúðir sem passa fyrir okkar framleiðslu. Kryddjurtirnar er seldar í pottum og umbúðirnar því lokaðar að neðan og þola raka um tíma svo að þær skemmist ekki. Umbúðasalar sem við höfum verið í sambandi við hafa komið með alls konar hugmyndir að lausn en enga sem við höfum talið fullnægja okkar þörfum.

Í janúar 2020 hittum við á sýningu í Essen í Þýskalandi fulltrúa fyrirtækis sem bauð upp á mjög ásættanlega lausn. Vinna við að hefja notkun á umbúðunum hefur svo staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári og þær loksins komnar á markað eftir langan og strangan undirbúning,“ segir Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...