Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir
Fréttir 22. desember 2021

Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustöðin Ártangi hefur tekið í notkun nýjar 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar pappírsumbúðir fyrir framleiðslu sína sem er aðallega ferskt krydd í pottum.

Gunnar Þorgeirsson, sem rekur garðyrkjustöðina Ártanga ásamt eiginkonu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur, segir að leitin eftir umhverfisvænum umbúðum sem henta fyrir framleiðslu Ártanga hafi tekið nokkur ár.

Umbúðirnar lofa góðu og þar sem þær eru gerðar úr 100% pappír eru þær 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar.

„Við höfum farið á sýningar erlendis til að finna umbúðir sem passa fyrir okkar framleiðslu. Kryddjurtirnar er seldar í pottum og umbúðirnar því lokaðar að neðan og þola raka um tíma svo að þær skemmist ekki. Umbúðasalar sem við höfum verið í sambandi við hafa komið með alls konar hugmyndir að lausn en enga sem við höfum talið fullnægja okkar þörfum.

Í janúar 2020 hittum við á sýningu í Essen í Þýskalandi fulltrúa fyrirtækis sem bauð upp á mjög ásættanlega lausn. Vinna við að hefja notkun á umbúðunum hefur svo staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári og þær loksins komnar á markað eftir langan og strangan undirbúning,“ segir Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...