Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eldisstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Í síðustu viku veitti Matvæla­stofnun svo fiskeldis­stöð­inni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús.

Stöðvarstjóri Fjallalax að Hall­kels­hólum er Matthew Chernin frá Kali­forníu í Bandaríkjunum en hann  hefur staðið í ströngu við undir­búning á aukningu framleiðsl­unnar síðustu misseri. 

Stöðin á Hallkels­hólum var byggð á sínum tíma af heimafólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.