Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eldisstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Í síðustu viku veitti Matvæla­stofnun svo fiskeldis­stöð­inni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús.

Stöðvarstjóri Fjallalax að Hall­kels­hólum er Matthew Chernin frá Kali­forníu í Bandaríkjunum en hann  hefur staðið í ströngu við undir­búning á aukningu framleiðsl­unnar síðustu misseri. 

Stöðin á Hallkels­hólum var byggð á sínum tíma af heimafólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...