Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eldisstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Í síðustu viku veitti Matvæla­stofnun svo fiskeldis­stöð­inni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús.

Stöðvarstjóri Fjallalax að Hall­kels­hólum er Matthew Chernin frá Kali­forníu í Bandaríkjunum en hann  hefur staðið í ströngu við undir­búning á aukningu framleiðsl­unnar síðustu misseri. 

Stöðin á Hallkels­hólum var byggð á sínum tíma af heimafólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar.

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...