Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ár tígursins
Fréttir 4. febrúar 2022

Ár tígursins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið komst fyrirtæki Gucci á milli skoltanna á dýra­verndunar­sinnum – þó ekki vegna dýraafurða í varningi sínum heldur vegna tígrisdýrs sem fengið var til að gegna störfum fyrirsætu.

Listrænir stjórnendur auglýsingaherferðar sem átti að tengja vörur Gucci nýja kínverska árinu – ári tígrisdýrsins – áttu í kjölfarið ekki beinlínis upp á pallborðið hjá umhverfisverndarsinnum fyrirtækisins WAP* sem vilja meina að aðstæður dýrsins hafi beinlínis verið því til miska.

Talsmenn fyrirtækis Gucci staðfesta þó að dýrin hafi verið ljósmynduð í öruggu umhverfi, án annarra viðstaddra fyrirsætna og myndvinnsluforritið Photoshop hafi verið nýtt til hins ýtrasta við samsetningu auglýsinganna.

Nick Stewart, alþjóðlegur yfirmaður WAP telur hins vegar að Gucci sé að senda frá sér röng skilaboð með því að upphefja tígrisdýr sem eiga almennt séð ekki að vera í haldi. Ár tígursins ætti frekar að ýta undir virðingu og vernd tígrisdýrastofnsins í heild en ekki gera hann að söluvöru. Telur Stewart það engu skipta hvort dýr sem þessi, sem sitja fyrir, hafi alist upp í haldi manna eða verið veidd í náttúrunni. „Álagið er gríðarlegt þegar þessi dýr eru neydd til að sitja fyrir á myndum,“ segir hann í yfirlýsingu frá samtökunum. „Og með því að nýta tígrisdýrin sem uppstillta leikmuni hvetur herferð sem þessi neytendur Gucci til að koma þannig fram við þau.“

Á móti lýsir Gucci því yfir að fulltrúar dýraverndunarsamtakanna **AHA hafi verið viðstaddir myndatökuna til þess einmitt að allt færi sem réttast fram.

Aðspurðir gátu þeir staðfest að dýrið hefði verið sallarólegt og makindalegt er myndatakan fór fram en þrátt fyrir þær staðfestingar sitja talsmenn WAP fastir við sinn keip og halda því fram að þeir telji AHA, yfir tíðina, ekki hafa staðið undir yfirlýstu hlutverki sínu sem umhyggjusamir dýraverndunarsinnar.


*(World Animal Protection)
** (American Humane Association)

Skylt efni: tíska dýravernd

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...