Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Alþjóðlegu landbúnaðarsýningarnar snúa aftur
Fréttir 21. júní 2022

Alþjóðlegu landbúnaðarsýningarnar snúa aftur

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Eins og flestir kannast við þá var hætt við helstu mannamót víða um heim þegar Covid-19 breiddist út og það átti svo sannarlega líka við um landbúnaðarsýningar í Evrópu.

Nú snúa hins vegar aftur tvær af þeim þekktari á meðal íslenskra bænda, þ.e. EuroTier í Þýskalandi og Agromek í Danmörku. Sú fyrrnefnda verður haldin á sínum stað, í Hanover, dagana 15. til 18. nóvember nk. og Agromek sýningin, sem haldin er í Herning á Jótlandi, verður haldin 29. nóvember til 2. desember nk. Nú þegar eru helstu véla- og tækjaframleiðendur innan landbúnaðar búnir að tilkynna þátttöku sína á þessum frægu sýningum sem er einkar góðs viti, en báðar þessar sýningar, sem venjulega eru haldnar annað hvert ár, hafa ekki verið haldnar í fjögur ár eða síðan árið 2018. Reiknað er með að hina þýsku EuroTier sýningu muni um 150–200.000 manns sækja og að um 40–50.000 gestir mæti á Agromek.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...