Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alþjóðlegu landbúnaðarsýningarnar snúa aftur
Fréttir 21. júní 2022

Alþjóðlegu landbúnaðarsýningarnar snúa aftur

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Eins og flestir kannast við þá var hætt við helstu mannamót víða um heim þegar Covid-19 breiddist út og það átti svo sannarlega líka við um landbúnaðarsýningar í Evrópu.

Nú snúa hins vegar aftur tvær af þeim þekktari á meðal íslenskra bænda, þ.e. EuroTier í Þýskalandi og Agromek í Danmörku. Sú fyrrnefnda verður haldin á sínum stað, í Hanover, dagana 15. til 18. nóvember nk. og Agromek sýningin, sem haldin er í Herning á Jótlandi, verður haldin 29. nóvember til 2. desember nk. Nú þegar eru helstu véla- og tækjaframleiðendur innan landbúnaðar búnir að tilkynna þátttöku sína á þessum frægu sýningum sem er einkar góðs viti, en báðar þessar sýningar, sem venjulega eru haldnar annað hvert ár, hafa ekki verið haldnar í fjögur ár eða síðan árið 2018. Reiknað er með að hina þýsku EuroTier sýningu muni um 150–200.000 manns sækja og að um 40–50.000 gestir mæti á Agromek.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...