Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni
Fréttir 23. maí 2017

Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á meðan atvinnuástand er orðið nokkuð gott á sumum svæðum innan Evrópusambandsins, sértaklega í Þýskalandi, er það enn afleitt á öðrum svæðum. Var atvinnuleysið frá 2,1% til allt að 31,3% að meðaltali inna ESB-ríkjanna í lok árs 2016. 
 
Meðaltal atvinnuleysis innan ESB-ríkjanna var 8,6% samkvæmt úttekt Eurostat sem birt var 27. apríl síðastliðinn. Atvinnuleysi ungs fólks rokkaði hins vegar á bilinu 4% til 70%.
 
Staða ungs fólks víða hrikaleg
 
Atvinnustaða ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára er enn víða skelfileg. Verst er staða þessa hóps í Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni, en þar mældist atvinnuleysið 69,1%, 63,3% í Autónoma de Ceuta-héraði og 57,9% í Andalúsíu á Spáni. Þá er atvinnuleysi ungs fólks einnig mjög mikið, eða á milli 52 til 60%  í þrem héruðum í Grikklandi, þrem héruðum á Ítalíu og í Mayotte-héraði í Frakklandi.
 
Ólík staða hjá þýskum og breskum ungmennum að hluta
 
Á sama tíma býr ungt fólk í níu héruðum í Þýskalandi aðeins við 4,3 til 6,9% atvinnuleysi. Þá er staða þessa hóps í Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi tiltölulega góð, eða 6,6% atvinuleysi. 
 
Enn afleit staða í Grikklandi og á Spáni
 
Þegar horft er á svæðisbundið meðaltalsatvinnuleysi allra aldurshópa er staðan verst í Dytiki Makedonia í Grikklandi, eða 31,3%. Þar á eftir kemur Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni með 30,8% atvinnuleysi og Dytiki Ellada í Grikklandi með 29,8%. Síðan kemur Andalúsía á Spáni með 28,9% atvinnuleysi, Extreamdura á Spáni með 27,5%, Mayotte í Frakklandi með 27,1%, Kanaríeyjar (Spánn) með 26,1%, Thessalia-hérað í Grikklandi með 25,5%, Sterea Ellada í Grikklandi með 25% og Ciudad Autónoma de Ceuta á Spáni með 24,9% atvinnuleysi. 
 
Best er atvinnustaðan í ESB ríkjunum í Þýskalandi
 
Best er atvinnustaðan samkvæmt úttekt Eurostat í 7 héruðum í Þýskalandi með þá á bilinu 2,1 til 2,7% atvinnuleysi. Í Prag-héraði í Tékklandi er meðaltalsatvinnuleysið 2,2%  og 2,7% í Nyugat-Dunántúl héraði í Ungverjalandi og það sama átti við um Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi.   
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...