Á myndinni eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur Svansins, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, með vottanirnar.
Á myndinni eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur Svansins, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, með vottanirnar.
Mynd / Rakel Ósk
Fréttir 19. janúar 2021

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Undir lok nýliðins árs voru allar verslanir Krónunnar komnar með Svansvottun. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara.

Í lok árs 2019 hlaut Krónan Svansvottun á verslunum sínum við Akrabraut og Rofabæ og voru það fyrstu verslanirnar á Íslandi sem hlotið hafa Svansvottun. Nú ári síðar er lokamarkmiðinu náð með vottun allrar keðjunnar.

„Eitt þeirra umhverfismarkmiða sem Krónan setti sér fyrir árið 2020 var að fá Svansvottun fyrir allar verslanir okkar. Þetta er því stórt skref sem varðar þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið leggur áherslu á og stendur fyrir. Svansvottun er ekki eitthvað sem þú færð bara einu sinni, heldur þarf að halda viðmiðum til að missa hana ekki. Við hjá Krónunni setjum okkur því áframhaldandi markmið á þessu sviði og fögnum þessum áfanga,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.

Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.

Svansvottun Krónunnar þýðir að:

  • 20% af öllum rekstrarvörum sem Krónan selur eru umhverfisvottaðar (vottaðar með Svaninum eða Evrópublóminu)
  • 4% af matar- og drykkjarvöru eru lífrænt vottaðar
  • Markviss áhersla er lögð á að sporna gegn matarsóun og flokkun er til fyrirmyndar
  • Virk orkustefna sem dregur úr orkunotkun
  • Krónan notar einungis umhverfisvottaðar ræsti- og hreinlætisvörur fyrir eigin þrif og rekstur

„Í þeim mælanlegu kröfum sem Svanurinn setur fram stóð Krónan sig í öllum tilfellum töluvert betur en mælst var til um. Til dæmis var sýnilegur góður árangur þegar kom að hlutfalli umhverfisvottaðra og lífrænt vottaðra vara og magn blandaðs úrgangs miðað við veltu,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur Svansins hjá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun og starfsfólk Svansins óska Krónunni innilega til hamingju með metnaðarfullt umhverfisstarf og hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er mjög verðmætt fyrir Svaninn að eiga sterkan samstarfsaðila sem er bæði nálægt neytendum og kemur við sögu í daglegu lífi einstaklinga. 

Skylt efni: Krónan | Svansvottun

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...