Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fresturinn til að breyta öllum hænsnahúsum í lausagönguhús hefur tvisvar
verið framlengdur.
Fresturinn til að breyta öllum hænsnahúsum í lausagönguhús hefur tvisvar verið framlengdur.
Fréttir 8. september 2023

Allar hænur í lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun (MAST) vinnur nú að úttekt allra þeirra búa sem eru með starfsleyfi til frumframleiðslu eggja. Frá 30. júní hefur ekki verið heimilt að halda varphænum í hefðbundnum búrum.

Eggjabændum hafði verið gefinn átta ára frestur til að breyta sínum búum í lausagöngubú með reglugerð frá 2015. Upphaflega átti bann við búrum að ganga í gildi í lok árs 2021 en fresturinn var tvisvar framlengdur af ráðuneyti landbúnaðarmála.

Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir
hjá MAST. Mynd / Aðsend

Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir þennan áfanga mikið fagnaðarefni vegna bættrar dýravelferðar. Íslendingar séu þó ellefu árum á eftir Evrópusambandinu að innleiða þessar kröfur en þar hefur verið óheimilt að hafa hænur í búrum frá 2012.

Allar hænur hafi það sem þær þurfa að hafa að lágmarki

„Því ber að fagna að þetta hefur tekið gildi og núna göngum við út frá því að allar hænur hafi það sem þær þurfa að hafa að lágmarki,“ segir Brigitte. Þær eigi að komast í sandbað, geta setið á prikum, hafa aðgang að varpkössum ásamt því að geta gengið og hreyft sig.

Hún segir MAST standa í eftirliti núna, þar sem tekin verða út þau tólf bú sem eru með starfsleyfi til frumframleiðslu eggja. Brigitte vonar að öllum búum hafi tekist að uppfylla nýjar aðbúnaðarkröfur í tæka tíð, en ekki sé komin niðurstaða úr eftirlitinu og geti hún því
ekki upplýst hver staðan sé.

Einhverjir bregði búi

Þegar niðurstaða verður komin úr eftirlitinu verður hægt að svara hvort breytingar hafi orðið á fjölda eggjabúa vegna hertra krafna. Brigitte telur að einhverjir eggjabændur hafi ákveðið að ráðast ekki í breytingar, heldur bregða búi um leið og bann við notkun hefðbundinna búra tók gildi.

Úti í Evrópu hafa verið í notkun svokölluð innréttuð búr um árabil, þar sem 20 til 50 hænur eru saman í hóp. Brigitte segist ekki vita til að nokkurt hænsnahús sé innréttað á slíkan hátt hérlendis, heldur velja íslenskir eggjabændur að byggja lausagönguhús. Í þeim gilda engar
takmarkanir á fjölda hænsna í einu rými. 

Skylt efni: hænur | lausaganga búfjár

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...