Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breytingarnar ganga út á að hefðbundin búr fyrir hænur verða bönnuð og fuglarnir settir í lausagöngu.
Breytingarnar ganga út á að hefðbundin búr fyrir hænur verða bönnuð og fuglarnir settir í lausagöngu.
Fréttir 22. júlí 2021

Allar hænur í lausagöngu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í eggjaframleiðslu 31. desember 2021. Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús, segir að vinna vegna breytinganna sé í fullum gangi. Kostnaður vegna breytinganna er um þrír milljarðar króna.

„Að mér vitandi eru allir eggjabændur, sem ætla að halda áfram framleiðslu, á fullu við að breyta húsunum sínum í lausagönguhús og losa sig við búrin. Ég veit um tvo framleiðendur sem ætla að hætta vegna aldurs um áramótin en svo eru líka að koma inn ný bú eins og Hranastaðir. Eggjaframleiðendur á Íslandi eru tíu í dag.

Almennt ganga breytingarnar vel en skipulagsmálin taka oft lengri tíma en menn búast við í fyrstu og þvælast stundum fyrir okkur og þar sem breytingar sem þessar eru kostnaðarsamar verður að vanda vel til verka,“ segir Stefán.

Þriggja milljarða kostnaður

Stefán segir að þar sem lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur verði nýting húsanna verri en áður og að eggjaframleiðendur þurfi talsvert stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Kostnaðurinn við framleiðslu á eggjum er því hærri en hann var fyrir.

„Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 15 þúsund krónur á hvern fugl og fjöldi varphænsna í landinu yfir 200 þúsund þannig að kostnaðurinn vegna breytinganna eru rúmlega þrír milljarðar króna.“

Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús.

Engir breytingastyrkir í boði

Ólíkt löndum í Evrópusambandinu og öðrum löndum í kringum okkur njóta íslenskir eggjabændur engra styrkja vegna breytinganna sem eru talsvert kostnaðarsamar auk þess sem þær leiða til minni nýtni húsanna.
Stefán segist ekki hafa sett sig vel inn í hvernig styrkjakerfið í ESB virkar en að breytingaferlinu þar sé víðast lokið.

„Covid-19 faraldurinn veldur því að svona veigamiklar breytingar ganga hægar fyrir sig og það verður allt snúnara og tefst. Ég á samt von á að það verði flestir búnir að breyta húsunum um áramótin en hjá sumum getur vel verið að endanlegur frágangur tefjist tvo til þrjá mánuði inn í næsta ár.
Sjálfur er ég þokkalega á áætlun og á ekki von á öðru en að breytingarnar hafist á þokkalegum tíma.“

Miklar breytingar

„Í stuttu máli má segja að breytingarnar gangi út á að hefðbundin búr fyrir hænur verða bönnuð og fuglarnir settir í lausagöngu. Hvers konar lausaganga verður fyrir valinu er mismunandi milli búa. Algengast er að komið sé upp pallakerfum þar sem fuglarnir geta farið á milli hæða þar sem hreiðrin eru í miðjunni. Annað fyrirkomulag er svo hefðbundið gólfkerfi á einni hæð eða hluti þess upphækkaður.“

Skylt efni: hænur lausaganga

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...