Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum
Fréttir 13. júlí 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem greint er frá fjölda laxa og silunga sem veiddir voru árið 2021.

Samkvæmt gögnunum voru það 41.035 laxar, 48.381 urriðar og 55.785 bleikjur. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 alls 399.

Heildarfjöldi stangveiða veiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxm, sem er 8.663, 19,2%, minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minni veiði á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Aukning í hnúðlaxi

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði.

Samkvæmt skýrslunni er vitað um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589, eða 53,7%, sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa var 16.872. Af stangveiðiveiddum löxum voru 28.705 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 7.756 laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 46.832 kíló.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar sem vógu samtals 37.654 kíló.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður sem var 18,4%.

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn rúm 12,5 tonn. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá, en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn rétt rúm tólf tonn. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Skylt efni: lax | hnúðlax

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...