Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum
Fréttir 13. júlí 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem greint er frá fjölda laxa og silunga sem veiddir voru árið 2021.

Samkvæmt gögnunum voru það 41.035 laxar, 48.381 urriðar og 55.785 bleikjur. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 alls 399.

Heildarfjöldi stangveiða veiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxm, sem er 8.663, 19,2%, minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minni veiði á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Aukning í hnúðlaxi

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði.

Samkvæmt skýrslunni er vitað um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589, eða 53,7%, sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa var 16.872. Af stangveiðiveiddum löxum voru 28.705 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 7.756 laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 46.832 kíló.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar sem vógu samtals 37.654 kíló.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður sem var 18,4%.

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn rúm 12,5 tonn. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá, en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn rétt rúm tólf tonn. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Skylt efni: lax | hnúðlax

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...