Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó væru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum.
Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó væru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum.
Fréttir 1. febrúar 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt bráðabirgðatölum Haf­rannsóknastofnunar veidd­ust 36.300 laxar á stöng sumarið 2021. Er það 9,5 % minnkun frá árinu 2020 og um 12,5% undir meðalveiði áranna frá 1974. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi.

Veiðin 2021 var um 8.800 löxum minni en hún var 2020. Af einstökum landshlutum var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en minnkun varð í ám á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi. Síðustu sex ár hefur veiði villtra laxa verið undir langtímameðaltali með lágmarki árið 2019 þegar aðeins veiddust 29.218 laxar.

Allir veiddir laxar taldir

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofn­unar segir að í tölum um heildarlaxveiði séu taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, veitt og sleppt. Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 7.500 laxar sem er um helmingur þess sem veiddist 2020, sem var 14.832 laxar. Stór hluti skýringar á minni laxveiði árið 2021 samanborið við 2020 er vegna færri veiddra laxa í ám sem byggja á sleppingum gönguseiða.

Fimmta minnsta veiðin

Við samanburð á langtímaþróun á stangveiði þarf að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu, ekki úr seiðasleppingum, og áætlaður fjöldi endurveiddra laxa dreginn frá, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2021 um 23.500 laxar, sem er fimmta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn 1974.

Aukning á veiði hnúðlaxa

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Veiddust hnúðlaxar í öllum landshlutum þótt mest bæri á honum í ám á Austurlandi. Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó voru dæmi um laxa sem veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum og má nefna Flókadalsá í Borgarfirði og Brúará. Aukning á hnúðlaxi er að koma fram í ám í öðrum löndum við Norður-Atlantshaf og er mikilvægt að auka þekkingu á áhrifum þessarar tegundar.

Verið er að vinna við skráningu veiði úr veiðibókum og endanlegar tölur um laxveiði á Íslandi árið 2021 verða gefnar út þegar því verki lýkur.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.