Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Álagning plöntueftirlitsgjalds dæmd ólögmæt
Fréttir 11. nóvember 2015

Álagning plöntueftirlitsgjalds dæmd ólögmæt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslenska ríkið var nýlega dæmt  í héraði til að endurgreiða innflutningsfyrirtæki á sviði matvöru tæpar 40 milljónir króna auk vaxta.

Ástæðan var sú að tilhögun í reglugerð varðandi gjaldtöku til að standa undir kostnaði við eftirlit með innflutningi plantna og plöntuafurða reyndist ekki eiga sér lagastoð að mati dómsins.

Í frétt á heimasíðum Mast segir að málið hafi snúist eftirlitsgjald af innflutningi plantna og plöntuafurða en umrætt fyrirtæki er umfangsmikill innflytjandi og dreifingaraðili ávaxta og grænmetis á Íslandi. Þessi innflytjandi stefndi íslenska ríkinu og fór fram á að fá endurgreiddar tæpar 40 milljónir kr. auk vaxta vegna ólöglegrar gjaldtöku Matvælastofnunar árin 2011 - 2014. Dómurinn féllst á þessa kröfu að öllu leyti.

Í reglugerðinni segir að innflytjendur skulu greiða 2% eftirlitsgjald af ákveðnum vöruflokkum en 1% af öðrum. Samkvæmt lögum um þetta efni og almennum reglum um þjónustugjöld ríkisins mega tekjur af gjaldi sem þessu ekki vera hærri en svo að þær standi einungis straum af kostnaði við þá þjónustu eða eftirlitsaðgerð sem gjaldtökuheimildin nær til. Stjórnvaldi er einungis heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem stendur í nánum, efnislegum tengslum við þá þjónustu sem gjaldið á að standa straum af kostnaði við samkvæmt gjaldtökuheimildinni.

Gangi gjaldtakan lengra að þessu leyti er hún orðin að skatti eða tolli sem sérstaka lagaheimild þarf fyrir. Engri slíkri heimild var til að dreifa í þessu tilviki. Ekki þóttu vera nægilega bein tengsl á milli þessa plöntueftirlitsgjalds og raunkostnaðar Matvælastofnunar við eftirlitið.

Meðal annars af þessum ástæðum var gjaldtakan dæmd ólögmæt.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað.
 

Skylt efni: Mast | ávextir | grænmeti

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...