Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Fréttir 23. desember 2022

Ákvörðun ráðherra mikil vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það var þungt hljóð í fundarmönnum á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi sem var haldinn í byrjun desember. Einkum var það fyrirhuguð niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjársamningi sem á að taka gildi um áramót sem fór illa í fundarmenn.

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði grein í Bændablaðið þar sem kemur fram að hún ætli ekki að verða við ósk bænda um að stöðva niðurtröppunina.

Einstök sátt og einhugur hefur verið um málið á meðal bænda um málið og tillögur þess efnis verið samþykktar á aðalfundum búgreinadeildar sauðfjárbænda með öllum greiddum atkvæðum. Ákvörðun ráðherra er því mikil vonbrigði.

Í máli fundarmanna kom meðal annars fram að með því að færa fjármuni af greiðslumarki yfir á til dæmis ullargreiðslur mun tekjuflæði til bænda minnka. Ullargreiðslur eru greiddar út í eingreiðslu en greiðslumarkið er borgað út tíu mánuði ársins. Mun þetta verða til óþæginda fyrir unga bændur með tilliti til mánaðarlegra afborgana lána og mega bændur síst við því í hækkandi aðfangaverði og hækkandi vaxtastigi.

Eftirfarandi tillaga var borin upp á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi og var tillagan samþykkt samhljóma:

Aðalfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi, haldinn föstudaginn 2. desember 2022, lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu matvælaráðherra að stöðva ekki niðurtröppun á greiðslumarki sauðfjársamnings meðan unnið er að endurskoðun búvörusamninga á árinu 2023. Sú niðurtröppun sem boðuð er mun koma mjög illa við búrekstur ungra bænda sem hafa verið að fjárfesta í greininni á síðustu árum.

Miðað við dreifingu eignarhalds á greiðslumarki eiga yngri bændur hlutfallslega meira greiðslumark en þeir eldri, samanber meðfylgjandi töflu. Þeir sem hagnast hlutfallslega mest á breytingunni eru bændur 60 ára og eldri sem í flestum tilvikum standa fyrir búrekstri sem er minna skuldsettur en hjá ungum bændum.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...