Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022.
Fréttir 23. desember 2022

Ákvörðun ráðherra mikil vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það var þungt hljóð í fundarmönnum á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi sem var haldinn í byrjun desember. Einkum var það fyrirhuguð niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjársamningi sem á að taka gildi um áramót sem fór illa í fundarmenn.

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði grein í Bændablaðið þar sem kemur fram að hún ætli ekki að verða við ósk bænda um að stöðva niðurtröppunina.

Einstök sátt og einhugur hefur verið um málið á meðal bænda um málið og tillögur þess efnis verið samþykktar á aðalfundum búgreinadeildar sauðfjárbænda með öllum greiddum atkvæðum. Ákvörðun ráðherra er því mikil vonbrigði.

Í máli fundarmanna kom meðal annars fram að með því að færa fjármuni af greiðslumarki yfir á til dæmis ullargreiðslur mun tekjuflæði til bænda minnka. Ullargreiðslur eru greiddar út í eingreiðslu en greiðslumarkið er borgað út tíu mánuði ársins. Mun þetta verða til óþæginda fyrir unga bændur með tilliti til mánaðarlegra afborgana lána og mega bændur síst við því í hækkandi aðfangaverði og hækkandi vaxtastigi.

Eftirfarandi tillaga var borin upp á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi og var tillagan samþykkt samhljóma:

Aðalfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi, haldinn föstudaginn 2. desember 2022, lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu matvælaráðherra að stöðva ekki niðurtröppun á greiðslumarki sauðfjársamnings meðan unnið er að endurskoðun búvörusamninga á árinu 2023. Sú niðurtröppun sem boðuð er mun koma mjög illa við búrekstur ungra bænda sem hafa verið að fjárfesta í greininni á síðustu árum.

Miðað við dreifingu eignarhalds á greiðslumarki eiga yngri bændur hlutfallslega meira greiðslumark en þeir eldri, samanber meðfylgjandi töflu. Þeir sem hagnast hlutfallslega mest á breytingunni eru bændur 60 ára og eldri sem í flestum tilvikum standa fyrir búrekstri sem er minna skuldsettur en hjá ungum bændum.

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...