Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna
Mynd / ghp
Fréttir 20. september 2021

Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Viljir þú fræðast um áherslur framboðanna í landbúnaðarmálum ættir þú að leggja hlustir við þáttaseríuna Afstaða x21 á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. september næstkomandi og kjósa fulltrúa sína á Alþingi til næstu fjögurra ára. Afstaða stjórnmálaflokkanna til hinna ýmsu málefna sem snerta landbúnað er okkur hjá Bændablaðinu hugleikinn. Brugðum við á það ráð að bjóða einum fulltrúa frá hverju framboði að setjast niður með Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, blaðamanni, í hljóðveri Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins og leggja fyrir þau spurningar sem varpa ljósi á áherslumál framboðanna þegar kemur að landbúnaði.

Öll serían er nú aðgengileg hér á vefsíðu Bændablaðsins og á öllum helstu streymisveitum, s.s. á Spotify og Apple Podcast.

Allir viðmælendur fengu sendan sama spurningalista. Svör þeirra endurspegla þær stefnur og skoðanir sem þau og þeirra flokkur ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili.

Hvaða leiðir sjá þau til að bæta afkomu bænda? Hvernig á fyrirkomulag opinbers stuðnings til landbúnaðar að vera háttað? Hvernig á ríkið að styðja við umhverfisstefnu bænda? Hver á stefna ríkisins að vera með búsetu á ríkisjörðum? Hvernig á að tryggja fæðuöryggi í landinu?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum má finna í þáttaröðinni Afstaða x21.

Hér er listi yfir viðmælendur Guðrúnar Huldu en hægt er að nálgast hvern þátt með því að smella á nöfn viðmælenda.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...