Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna
Mynd / ghp
Fréttir 20. september 2021

Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Viljir þú fræðast um áherslur framboðanna í landbúnaðarmálum ættir þú að leggja hlustir við þáttaseríuna Afstaða x21 á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. september næstkomandi og kjósa fulltrúa sína á Alþingi til næstu fjögurra ára. Afstaða stjórnmálaflokkanna til hinna ýmsu málefna sem snerta landbúnað er okkur hjá Bændablaðinu hugleikinn. Brugðum við á það ráð að bjóða einum fulltrúa frá hverju framboði að setjast niður með Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, blaðamanni, í hljóðveri Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins og leggja fyrir þau spurningar sem varpa ljósi á áherslumál framboðanna þegar kemur að landbúnaði.

Öll serían er nú aðgengileg hér á vefsíðu Bændablaðsins og á öllum helstu streymisveitum, s.s. á Spotify og Apple Podcast.

Allir viðmælendur fengu sendan sama spurningalista. Svör þeirra endurspegla þær stefnur og skoðanir sem þau og þeirra flokkur ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili.

Hvaða leiðir sjá þau til að bæta afkomu bænda? Hvernig á fyrirkomulag opinbers stuðnings til landbúnaðar að vera háttað? Hvernig á ríkið að styðja við umhverfisstefnu bænda? Hver á stefna ríkisins að vera með búsetu á ríkisjörðum? Hvernig á að tryggja fæðuöryggi í landinu?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum má finna í þáttaröðinni Afstaða x21.

Hér er listi yfir viðmælendur Guðrúnar Huldu en hægt er að nálgast hvern þátt með því að smella á nöfn viðmælenda.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f