Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Örn Traustason og Valur Höskuldsson hjá Ektafiski á Hauganesi með fötur af saltsteini.
Örn Traustason og Valur Höskuldsson hjá Ektafiski á Hauganesi með fötur af saltsteini.
Mynd / Ektafiskur
Fréttir 30. mars 2022

Afsalt, sem áður var hent, er nýtt í framleiðslu saltsteina fyrir búfé

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við erum að hefja hönnun á nýjum saltsteini með þaramjöli í samvinnu við bændur hér í nágrenninu og hann mun væntanlega koma á markað áður en langt um líður,“ segir Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi Ektafisks ehf. á Hauganesi.

Ektafiskur hefur fengið styrk úr uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til að vinna að vöruþróun á nýjum saltsteini fyrir búfé.

Á vegum Ektafisks var á liðnu ári unnið að undirbúningi vegna framleiðslu á saltsteini og fór að sögn Elvars bróðurpartur ársins í þróunarvinnu, en vandað var til verka. Varan var tilbúin til sölu í desember síðastliðnum og er saltsteinninn nú til í flestum stærstu fóðurverslunum lands. „Þetta hefur líkað vel og það er ánægjulegt,“ segir hann.

Saltfiskvinnsla Ektafisks á Hauga­­nesi á sér langa sögu sem teygir sig um 100 ár aftur í tímann. Trausti Jóhannesson, afi Elvars, byrjaði að salta sinn fisk á Hauganesi upp úr árinu 1900.

„Þetta var í litlum mæli hjá honum og bara til heimabrúks fyrsta kastið, en framleiðslan jókst smám saman og einkum þegar synir hans, þeir Óli, Sigurður og Jóhannes, tóku við,“ segir Elvar. Þriðja kynslóðin rekur saltfiskverkun Ektafisks á Hauganesi nú, fjórða kynslóð skilaði sínu að hans sögn og nú er fimmta kynslóðin að störfum og innan
við tólf ár í að sjötta kynslóðin, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, komi til starfa.

Örn Traustason ekur á lyftaranum með stæðu af saltsteinafötum.

Óviðunandi að henda því sem hægt er að nýta

Elvar segir að saltið sem notað er til að salta fiskinn komi um langan veg, alla leið frá Túnis. „Þegar fiskur er saltaður er saltið notað tvisvar til þrisvar sinnum, en eftir það er þó nokkur hluti saltsins sem kallast afsalt ekki nýtt meir í fiskinn.

Því hefur hingað til verið hent að mestu leyti í sjóinn. Umræður um fullnýtingu hafa orðið æ háværari með árunum og því auðvitað algjörlega óviðunandi að henda því sem hægt er að nýta,“ segir hann.

Í framhaldinu var farið að undirbúa framleiðslu á Ekta bætiefna saltsteini fyrir búfé úr afsaltinu. Elvar segir að þegar saltið komist í snertingu við fiskinn taki það í sig ýmis góð efni. „Við bætum svo í og setjum efni í sem búfé er nauðsynlegt eins og fiskimjöl, hafkalk, magnesíum, melassa, seleni og vítamínum.“ – Hann segir að Ektafiskur hafi verið í frábæru samstarfi við Nýsköpunarklasann Norðanátt við þróun saltsteinsins og þá muni styrkur Uppbyggingarsjóðs koma sér vel fyrir áframhaldandi þróun vörunnar.

Búfé er sólgið í saltsteinana og gildir þá einu hvort um er að ræða kindur, kýr eða hesta.

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...