Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og  Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Mynd / Akureyrarbær
Fréttir 3. maí 2021

Afkastamikill götusópur gegn svifryksmengun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr og afkastamikill götusópur hefur verið tekinn í notkun á Akureyri en honum er ætlað að vinna gegn svifryksmengun í bænum.

Götusópurinn, sem er af gerðinni Schmidt 660, er fyrsta flokks tæki, vel búinn með góðum tromlukústi, sjö rúmmetra safnkassa og getur tekið vatn inn á sig. Hliðarsópur er stillanlegur og getur sópað alveg upp að kanti sem er mikill kostur. Þá er sogkraftur tækisins óvenjumikill.

Sópurinn á metanbíl

Sópurinn er á metanbíl í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins. Með þessu tæki er hægt að hreinsa göturnar á skilvirkan og vandaðan hátt og stuðla þannig að fallegra umhverfi og hreinna lofti.

Fjárfestingin er liður í aðgerðum Akureyrarbæjar til að stemma stigu við svifryksmengun sem mælist reglulega of mikil. Rík áhersla er lögð á þetta verkefni um þessar mundir og er meðal annars unnið að greiningu á efnasamsetningu og uppruna svifryks á Akureyri.
Vonir standa til að með samhentu átaki bæjarins við að hreinsa betur göturnar og íbúa við að draga úr bílaumferð og notkun nagladekkja megi ná góðum árangri í baráttunni við svifrykið.

Hafist handa við vorverkin

Götusópurinn var boðinn út síðasta vor og er keyptur af fyrirtækinu Aflvélum ehf. fyrir 40 milljónir króna. Hann kom til landsins á dögunum og er nú kominn á götur Akureyrar þar sem hann verður við stífa vinnu á næstunni. Vorverkin eru enda að hefjast og einn liður í því er að hreinsa bæinn og koma honum í sumarbúninginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Skylt efni: Akureyri | svifryk

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...