Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og  Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Mynd / Akureyrarbær
Fréttir 3. maí 2021

Afkastamikill götusópur gegn svifryksmengun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr og afkastamikill götusópur hefur verið tekinn í notkun á Akureyri en honum er ætlað að vinna gegn svifryksmengun í bænum.

Götusópurinn, sem er af gerðinni Schmidt 660, er fyrsta flokks tæki, vel búinn með góðum tromlukústi, sjö rúmmetra safnkassa og getur tekið vatn inn á sig. Hliðarsópur er stillanlegur og getur sópað alveg upp að kanti sem er mikill kostur. Þá er sogkraftur tækisins óvenjumikill.

Sópurinn á metanbíl

Sópurinn er á metanbíl í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins. Með þessu tæki er hægt að hreinsa göturnar á skilvirkan og vandaðan hátt og stuðla þannig að fallegra umhverfi og hreinna lofti.

Fjárfestingin er liður í aðgerðum Akureyrarbæjar til að stemma stigu við svifryksmengun sem mælist reglulega of mikil. Rík áhersla er lögð á þetta verkefni um þessar mundir og er meðal annars unnið að greiningu á efnasamsetningu og uppruna svifryks á Akureyri.
Vonir standa til að með samhentu átaki bæjarins við að hreinsa betur göturnar og íbúa við að draga úr bílaumferð og notkun nagladekkja megi ná góðum árangri í baráttunni við svifrykið.

Hafist handa við vorverkin

Götusópurinn var boðinn út síðasta vor og er keyptur af fyrirtækinu Aflvélum ehf. fyrir 40 milljónir króna. Hann kom til landsins á dögunum og er nú kominn á götur Akureyrar þar sem hann verður við stífa vinnu á næstunni. Vorverkin eru enda að hefjast og einn liður í því er að hreinsa bæinn og koma honum í sumarbúninginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Skylt efni: Akureyri | svifryk

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...