Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og  Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Nýr götusópur í baráttu við svifryk. Frá afhendingu hans, Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, og Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.
Mynd / Akureyrarbær
Fréttir 3. maí 2021

Afkastamikill götusópur gegn svifryksmengun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr og afkastamikill götusópur hefur verið tekinn í notkun á Akureyri en honum er ætlað að vinna gegn svifryksmengun í bænum.

Götusópurinn, sem er af gerðinni Schmidt 660, er fyrsta flokks tæki, vel búinn með góðum tromlukústi, sjö rúmmetra safnkassa og getur tekið vatn inn á sig. Hliðarsópur er stillanlegur og getur sópað alveg upp að kanti sem er mikill kostur. Þá er sogkraftur tækisins óvenjumikill.

Sópurinn á metanbíl

Sópurinn er á metanbíl í samræmi við umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins. Með þessu tæki er hægt að hreinsa göturnar á skilvirkan og vandaðan hátt og stuðla þannig að fallegra umhverfi og hreinna lofti.

Fjárfestingin er liður í aðgerðum Akureyrarbæjar til að stemma stigu við svifryksmengun sem mælist reglulega of mikil. Rík áhersla er lögð á þetta verkefni um þessar mundir og er meðal annars unnið að greiningu á efnasamsetningu og uppruna svifryks á Akureyri.
Vonir standa til að með samhentu átaki bæjarins við að hreinsa betur göturnar og íbúa við að draga úr bílaumferð og notkun nagladekkja megi ná góðum árangri í baráttunni við svifrykið.

Hafist handa við vorverkin

Götusópurinn var boðinn út síðasta vor og er keyptur af fyrirtækinu Aflvélum ehf. fyrir 40 milljónir króna. Hann kom til landsins á dögunum og er nú kominn á götur Akureyrar þar sem hann verður við stífa vinnu á næstunni. Vorverkin eru enda að hefjast og einn liður í því er að hreinsa bæinn og koma honum í sumarbúninginn. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Skylt efni: Akureyri | svifryk

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...