Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
90.000 krónur á mánuði með hverju barni
Fréttir 25. október 2022

90.000 krónur á mánuði með hverju barni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mýrdalshreppur greiðir sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna sem bíða eftir leikskólavist í sveitarfélaginu.

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri. Heimagreiðslur eru kr. 90.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar eru endurskoðaðar árlega.

„Nú eru sex börn á biðlista á leikskólanum. Við starfrækjum forskóla við grunnskólann, sem varð til þess að létta nokkuð á biðlistanum og ég er vongóður um að geta saxað á hann á næstu vikum og mánuðum, en það eru þó líkur til þess að það bætist líka fleiri börn við,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.

Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki með stefnu hvað varðar heimagreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir barn sitt. „Fá sveitarfélög eru með slíkar greiðslur en ég veit að þetta er eitt af því sem mörg þeirra eru að skoða.

Fleiri leggja áherslu á að byggja upp leikskóla og sum sveitarfélög geta boðið leikskóla frá 9 mánaða aldri og allmörg frá 12 mánaða en þetta er risaverkefni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, aðspurð um málið.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...