Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Fréttir 10. september 2019

115 milljón ára gömul lilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fundur á steingerðri lilju, sem hefur verið aldursgreind 115 milljón ára gömul, sýnir að dulfrævingar voru orðnir fjölbreyttir í útliti fyrir rúmum hundrað milljón árum.

Í nýlegri grein í Nature Plants segir frá því að alþjóðlegt teymi fornleifa- og grasafræðinga staðfesti að steingervingur af blómi sem fannst í Brasilíu sé steingerð lilja sem hafi lifað fyrir um 115 milljónum ára.

Steingervingurinn er elsta steingerða lilja og jafnframt einn elsti einkímblöðungur sem vitað er um og hefur fengið heitið Cratolirion bognerianum.  Með hjálp þrívíddar­tækni tókst að ná þokkalegri mynd af plöntunni og greina hana. Með greiningu plöntunnar hafa vaknað spurningar um þróun plantna í hitabeltinu fyrir milljónum ára.

Steingervingurinn, sem fannst í fersku vatni Crato-vatns í norðausturhluta Brasilíu, er óvenju heill, 40 sentímetra langur með rót, stöngli, blöðum og blómi. Í honum má einnig sjá móta fyrir einstaka frumum. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...