Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Fréttir 10. september 2019

115 milljón ára gömul lilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fundur á steingerðri lilju, sem hefur verið aldursgreind 115 milljón ára gömul, sýnir að dulfrævingar voru orðnir fjölbreyttir í útliti fyrir rúmum hundrað milljón árum.

Í nýlegri grein í Nature Plants segir frá því að alþjóðlegt teymi fornleifa- og grasafræðinga staðfesti að steingervingur af blómi sem fannst í Brasilíu sé steingerð lilja sem hafi lifað fyrir um 115 milljónum ára.

Steingervingurinn er elsta steingerða lilja og jafnframt einn elsti einkímblöðungur sem vitað er um og hefur fengið heitið Cratolirion bognerianum.  Með hjálp þrívíddar­tækni tókst að ná þokkalegri mynd af plöntunni og greina hana. Með greiningu plöntunnar hafa vaknað spurningar um þróun plantna í hitabeltinu fyrir milljónum ára.

Steingervingurinn, sem fannst í fersku vatni Crato-vatns í norðausturhluta Brasilíu, er óvenju heill, 40 sentímetra langur með rót, stöngli, blöðum og blómi. Í honum má einnig sjá móta fyrir einstaka frumum. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...