Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Fréttir 10. september 2019

115 milljón ára gömul lilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fundur á steingerðri lilju, sem hefur verið aldursgreind 115 milljón ára gömul, sýnir að dulfrævingar voru orðnir fjölbreyttir í útliti fyrir rúmum hundrað milljón árum.

Í nýlegri grein í Nature Plants segir frá því að alþjóðlegt teymi fornleifa- og grasafræðinga staðfesti að steingervingur af blómi sem fannst í Brasilíu sé steingerð lilja sem hafi lifað fyrir um 115 milljónum ára.

Steingervingurinn er elsta steingerða lilja og jafnframt einn elsti einkímblöðungur sem vitað er um og hefur fengið heitið Cratolirion bognerianum.  Með hjálp þrívíddar­tækni tókst að ná þokkalegri mynd af plöntunni og greina hana. Með greiningu plöntunnar hafa vaknað spurningar um þróun plantna í hitabeltinu fyrir milljónum ára.

Steingervingurinn, sem fannst í fersku vatni Crato-vatns í norðausturhluta Brasilíu, er óvenju heill, 40 sentímetra langur með rót, stöngli, blöðum og blómi. Í honum má einnig sjá móta fyrir einstaka frumum. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f