Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Japanski matreiðslumeistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, leiðbeindi íslensku áhugafólki meðal annars um notkun á lambakjöti sem hráefni.
Japanski matreiðslumeistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, leiðbeindi íslensku áhugafólki meðal annars um notkun á lambakjöti sem hráefni.
Mynd / Sendiráð Japans
Líf og starf 23. október 2019

Þangsoð og japanskt lambakarrí

Höfundur: smh
Á dögunum stóð Hótel- og matvæla­­skólinn í Kópavogi fyrir nýstárlegum viðburði í sam­vinnu við sendiráð Japans á Íslandi, þegar nemendur á sérstöku nám­skeiði við skólann voru kynntir fyrir nokkrum grundvallarþáttum í japanskri matargerð – með sérstaka áherslu á lambakjöt sem hráefni.
 
Icelandic Lamb lagði til íslenskt lambakjöt og svo fór japanski matreiðslu­meistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, í gegnum nokkrar útfærslur sem Japanir fara í sinni matreiðslu með notkun lambakjöts sem hráefnis. 
 
Þegar kennslu var lokið var afraksturinn borðaður af veisluborði.
 
 
Að sögn Tomoko Daimaru, sem starfar hjá japanska sendiráðinu, var um tveggja daga námskeið að ræða; á fyrri deginum var nemendum skólans kennt en á þeim seinni var opið fyrir gesti. Námskeiðið var bæði í fyrirlestraformi – þar sem farið var til dæmis yfir matarhefðir Japana – og svo fólst hluti þess í verklegri kennslu líka. Meðal annars var bragðfyrirbærið „umami“ útskýrt, sem er eitt mikilvægasta bragðeinkenni japanskrar matar­gerðar og má til dæmis finna í ríkum mæli í soði hvers konar, núðlusúpum og sojasósu.   
 
Súpusoð með þangi og þurrkuðum fiskflögum
 
Daimaru segir að verklega námskeiðið hafi þannig meðal annars falist í því að gera „dashi“, sem er súpusoð sem soðið er niður með þangi og þurrkuðum flögum af bonito-fiski (makrílættar). Þá sýndi hann til að mynda hvernig matreiða á japansk-ættaðan lambakarrírétt, engifer-lambarétt og rétt sem heitir Chawanmushi og er krembúðingur með gufusoðnum eggjum. Þegar kennslu var lokið var afraksturinn borðaður. 
 
Giichi Takasawa leiðbeinir við eldun á lambakarrírétti. Hann lagði áherslu á í sínum leiðbeiningum að nemendurnir geti lagað íslenskt hráefni að japanska eldhúsinu og þess vegna voru áðurnefndir lambakjötsréttir valdir.
 
 
Giichi Takasawa lagði áherslu á í sínum leiðbeiningum að nemendurnir geti lagað íslenskt hráefni að japanska eldhúsinu og þess vegna voru áðurnefndir lambakjötsréttir valdir. Daimaru þakkar framlag Icelandic Lamb og segir að Íslendingar geti heimfært ýmislegt í matarmenningu Japana til Íslands. 
 
Lambakjöt er að sögn Daimaru mjög algengt hráefni í matargerð á tilteknum svæðum í Japan, til að mynda á eyjunni Hokkaido, sem er nyrsta eyjan af stærstu eyjum Japans. Hún segir íslenska lambið sérstakt að gæðum og eigi mikla möguleika á japönskum mörkuðum. Hún segir áhuga hjá japanska sendiráðinu á því að aðstoða við að glæða áhuga fleiri Japana á kjötinu. 
Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé
Líf og starf 2. maí 2022

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé

Það var gleðilegt að geta haldið Skeifudaginn með pompi og pragt eftir tveggja á...