Íslenskt lambakjöt í Japan
Takashi Kamayachi er heildsali sem flytur 200 tonn af íslensku lambakjöti til Japans á hverju ári. Inni í þeirri tölu er bæði kjöt, innmatur og hausar. Hann verslar jafnframt með lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Írlandi. Nánast allt íslenska kjötið er selt til veitingamanna.











