Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
JA Group
Umhverfismál og landbúnaður 14. apríl 2016

JA Group

Höfundur: Vilmundur Hansen

JA Group, sem japönsku bændasamtökin eiga og eru hluti af, reka banka sem kallast Norinchukin Bank á landsvísu en Shinren í héraði og tryggingafélag sem heitir Zenkyoren. Bankinn er með stærri bönkum í landinu og Zenkyoren í hópi stærstu tryggingafélaga í heimi. JA Group kemur einnig að olíu- og gasdreifingu í Japan.

JA stendur fyrir Japanese Agriculture en landbúnaðarhluti samsteypunnar kallast Zen-Noh og er með ítök í flestu sem snýr að matvælaframleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu á matvælum, fiski, mjólk, eggjum, kjöti- og plöntuafurðum, fóðri, áburði og öðrum efnum til landbúnaðar. Auk þess að reka fjölda mat- og dagvöruverslana. Samtökin reka afurðastöðvar, pökkunarverksmiðju fyrir matvæli og framleiða umbúðirnar sjálf. Þau eiga hlut í fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki og um tíma var á markaði dráttarvél sem kallaðist Zen-Noh en framleidd af Kubota.

Bændasamtökin reka rannsóknarstofur og tengjast landbúnaðarrannsóknum í samvinnu við háskólasamfélagið. 

Reka dagblað og öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu

Samtökin reka öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu tengda landbúnaði, markaðssetningu og kynningu á matvælum undir heitinu Zenchu sem líka gefur út dagblað á landsvísu. Zenchu sér einnig um samskipti við opinbera stjórnsýslu í landinu og lobbíisma.

Zen-Noh á í viðskiptum víða um heim og stunda umtalsverða utanríkisverslun bæði sem inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er með skrifstofur vítt og breitt um Japan og útibú í Þýskalandi, Ástralíu, Kína, Brasilíu, Taílandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.

Rúmlega átta þúsund starfsmenn

Starfsmenn JA eru rúmlega átta þúsund. Samkvæmt ársskýrslu Zen-Noh var velta JA Group árið 2015 um 6,2 billjónir jena eða um 6,8 billjónir íslenskra króna. 

Skylt efni: Japan | Landbúnaður | Zen-Noh

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...