Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Japansmarkaður kortlagður
Fréttir 3. júní 2016

Japansmarkaður kortlagður

Höfundur: vilmundur Hansen

Æðarvarp og dúntekja hefur farið vel af stað í ár og æðarbændur uppteknir við að sinna varpinu um þessar mundir. Æðarræktarfélag Íslands hefur í samstarfi við íslenska sendiráðið í Japan hafið kortlagningu á markaðsstöðu æðardúns í Japan.

Að sögn Guðrúnar Gauksdóttur, formanns Æðarræktarfélags Íslands, fór félagið þess á leit við íslenska sendiráðið í Japan að finna fyrir sig japanskan aðila sem gæti kannað markaðsstöðu á æðardúni  í Japan og hugsanlega framtíð hans.

„Sú vinna er enn í gangi en felst meðal annars í því að kanna viðskiptahætti með dún í Japan og  hversu mikið er keypt af dúni til Japan beint frá Íslandi og hvað fer mikið af honum í gegnum önnur lönd eins og til dæmis Þýskaland. Við erum einnig að láta athuga fyrir okkur hvort það sé markaður fyrir fullunnar vörur eins og sængur og kodda beint frá Íslandi sem hefur ekki verið til staðar hingað til.

Eins og staðan er í dag vilja Japanir búa til sængurnar sjálfir auk þess sem þeir hafa keypt sængur frá Þýskalandi með íslenskum dúni í.

Könnunin á japanska markaðinum er hluti af stærra verkefni þar sem einnig á að skoða markaðsmöguleika fyrir íslenskan dún meðal annars í Þýskalandi og Bandaríkjunum.“

Guðrún segist ekki eiga von á niðurstöðum úr athuguninni í Japan fyrr en í fyrsta lagi í haust. „Ég geri mér talsverðar vonir um að könnunin komi til með að skila árangri því eins og staðan er í dag er markaðurinn í Japan okkur mjög mikilvægur.“

Varpið fer vel af stað

„Ég hef ekki heyrt annað en að varpið og dúntekjan hafi farið vel af stað víðast hvar í ár. Sunnanlands og vestanlands  hefur verið þurrt og því viðrað vel fyrir kollurnar. Í fyrra voru kollurnar almennt seinni í varp vegna kuldatíðar,“ segir Guðrún.

Nauðsynlegt að friða varplönd

Guðrún segir að í lögum sé heimild til að friðlýsa æðarvörp og takmarka umferð um þau. „Við höfum þurft að beita þessu ákvæði og minna á það æ oftar vegna aukinnar umferðar ferðamanna um landið. Bændur hafa víða sett upp skilti til að takmarka umferð fólks um varplöndin til að tryggja kollunum frið og ró  meðan á varpi stendur.“

Guðrún hvetur æðarbændur til að friðlýsa vörp sín og eru upplýsingar um friðlýsingu á heimasíðu félagsins www.icelandeider.is og á Facebook-síðu Æðarræktarfélags Íslands.

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...