Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Japansmarkaður kortlagður
Fréttir 3. júní 2016

Japansmarkaður kortlagður

Höfundur: vilmundur Hansen

Æðarvarp og dúntekja hefur farið vel af stað í ár og æðarbændur uppteknir við að sinna varpinu um þessar mundir. Æðarræktarfélag Íslands hefur í samstarfi við íslenska sendiráðið í Japan hafið kortlagningu á markaðsstöðu æðardúns í Japan.

Að sögn Guðrúnar Gauksdóttur, formanns Æðarræktarfélags Íslands, fór félagið þess á leit við íslenska sendiráðið í Japan að finna fyrir sig japanskan aðila sem gæti kannað markaðsstöðu á æðardúni  í Japan og hugsanlega framtíð hans.

„Sú vinna er enn í gangi en felst meðal annars í því að kanna viðskiptahætti með dún í Japan og  hversu mikið er keypt af dúni til Japan beint frá Íslandi og hvað fer mikið af honum í gegnum önnur lönd eins og til dæmis Þýskaland. Við erum einnig að láta athuga fyrir okkur hvort það sé markaður fyrir fullunnar vörur eins og sængur og kodda beint frá Íslandi sem hefur ekki verið til staðar hingað til.

Eins og staðan er í dag vilja Japanir búa til sængurnar sjálfir auk þess sem þeir hafa keypt sængur frá Þýskalandi með íslenskum dúni í.

Könnunin á japanska markaðinum er hluti af stærra verkefni þar sem einnig á að skoða markaðsmöguleika fyrir íslenskan dún meðal annars í Þýskalandi og Bandaríkjunum.“

Guðrún segist ekki eiga von á niðurstöðum úr athuguninni í Japan fyrr en í fyrsta lagi í haust. „Ég geri mér talsverðar vonir um að könnunin komi til með að skila árangri því eins og staðan er í dag er markaðurinn í Japan okkur mjög mikilvægur.“

Varpið fer vel af stað

„Ég hef ekki heyrt annað en að varpið og dúntekjan hafi farið vel af stað víðast hvar í ár. Sunnanlands og vestanlands  hefur verið þurrt og því viðrað vel fyrir kollurnar. Í fyrra voru kollurnar almennt seinni í varp vegna kuldatíðar,“ segir Guðrún.

Nauðsynlegt að friða varplönd

Guðrún segir að í lögum sé heimild til að friðlýsa æðarvörp og takmarka umferð um þau. „Við höfum þurft að beita þessu ákvæði og minna á það æ oftar vegna aukinnar umferðar ferðamanna um landið. Bændur hafa víða sett upp skilti til að takmarka umferð fólks um varplöndin til að tryggja kollunum frið og ró  meðan á varpi stendur.“

Guðrún hvetur æðarbændur til að friðlýsa vörp sín og eru upplýsingar um friðlýsingu á heimasíðu félagsins www.icelandeider.is og á Facebook-síðu Æðarræktarfélags Íslands.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...