Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann
var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Fréttir 7. júní 2018

Fyrsti Icelandic Lamb-skjöldurinn settur upp á veitingastað utan Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Markaðsstofan Icelandic lamb hefur undanfarin misseri unnið að markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Japan í samvinnu við kjötútflytjendur og japanska fyrirtækið Global Vision.

Fyrirtækið flytur inn ýmsar sérvörur til Japans frá Evrópu og Norður-Ameríku og selur til veitingastaða, svæðisbundinna dreifingaraðila og sérverslana. Nú þegar er íslenskt lambakjöt komið á
matseðla um 100 veitingastaða og fæst auk þess í nokkrum völdum verslunum.

Helsta verkefni markaðsstofunnar Icelandic Lamb snýr að því að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þegar hefur verið komið á samstarfin við um 120 veitingastaði sem setja lambakjöt í öndvegi og um 40 aðra aðila í framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Að auki vinnur markaðsstofan að sérstökum útflutningsverkefnum.

Fyrsti formlegi samstarfsveitingastaðurinn utan Íslands

Á dögunum var skrifað undir fyrsta formlega samstarfssamning Icelandic Lamb við veitingastað utan Íslands. Samningurinn er við veitingastaðinn Yuki Daruma í Tókíó. Nafnið þýðir snjókarl en eigandi hans er fyrrum frægur súmó-glímukappi. Staðurinn er einn af vinsælustu stöðum Tókíóborgar sem bjóða upp á mongólskt grill. Staðurinn er sérstaklega þekktur fyrir það að veggirnir eru þaktir eiginhandaráritunum frægra íþróttamanna og leikara.


Guðlaugur Þór setti upp skjöld

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan.

Fimmtán aðrir veitingastaðir hafa þegar óskað eftir að gera sambærilegan samstarfssamning og skuldbinda sig um leið til að bjóða eingöngu upp á íslenskt lambakjöt og hafa það ávallt á matseðli. Að auki verða fljótlega opnaðir þrír grillstaðir til viðbótar sem ekki munu bjóða upp á neitt annað en íslenskt lambakjöt.

Skylt efni: Japan | Lambakjöt í Japan

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...