Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Guðmundsson.
Anton Guðmundsson.
Lesendarýni 23. október 2023

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.

Það blasir við um þessar mundir að íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum, upp er komin sú staða sem gerir það að verkum að lítil endurnýjun á sér stað í landbúnaði, meðalaldur íslenskra bænda er 57 ár og er greinin og stéttin að eldast töluvert.

Skortur er á aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum til að tryggja rausnarlegan stuðning fyrir nýliðun í landbúnaði og stuðla að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

Stórauka þarf framlög til bænda í gegnum búvörusamninga og hækka strax tafarlaust tolla á innflutt kjöt sem gengur kaupum og sölu á frjálsum markaði á verði sem íslenskir bændur geta ekki keppt við. Ráðast þarf tafarlaust
í aðgerðir til að stuðla að nýliðun í landbúnaðinum með því að markaðssetja nám í landbúnaðartengdum fræðum og veita fólki stuðning við að taka við af foreldrum sínum.

Einnig þarf að styðja við þá sem vilja láta drauminn rætast og hefja búskap. Það er ekki bara fullnægjandi að hafa nýliðunarstyrk, heldur verðum við líka að tryggja aðra hluti. Eins og við sjáum í hlutdeildarlánunum.

Þessar ívilnanir þurfum við að innleiða í landbúnaðar- kerfinu til að aðstoða ungt fólk við að koma sér upp búi og húsi og aðstöðu. Við þurfum að koma með þessar lausnir með skjótum hætti, sé það meiningin að tryggja hér fæðuöryggi og auka framleiðslu á landbúnaðarvörum.

Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi.

Einnig er vaxtakostnaður og verðbætur að sliga íslenska bændur, sem hafa fjárfest fyrir gríðarlegar fjárhæðir í tækjakost sínum. Sauðfé í landinu er nú orðið færra en mannfólk vegna þess að bændur bregða búi og enginn tekur við, ætlum við að halda áfram á þessari braut inn í framtíðina og glata þannig sjálfstæðri matvælaframleiðslu og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar?

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...