Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samfélagsskuld við bændur
Mynd / smh
Lesendarýni 10. nóvember 2023

Samfélagsskuld við bændur

Höfundur: Bergþór Ólafsson alþingismaður

Starfsskilyrði bænda hafa verið í umræðunni síðustu daga og vikur. Loksins.

Vel heppnaður baráttu- fundur Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi vekur vonandi marga af blundi sínum.

Orð matvælaráðherra, sem situr í skjóli þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, vöktu þó mörgum ugg. Á fundinum teiknaði ráðherrann upp þá mynd að ekki sé hægt að horfa til sanngjarnra óska bænda nú um stundir vegna verðbólguþrýstings.

Það jaðrar við ósvífni að setja stöðu efnahagsmála, þar sem verðbólga og himinháir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum, í samhengi við stöðu bænda og að vegna verðbólgunnar sé ekkert hægt að gera fyrir bændur.

Verðbólguþrýstingur er ekki tilkominn vegna þess að bændur séu ofaldir, það er mun nærtækara að halda því fram að til staðar sé skuld samfélagsins við bændur, sé horft til þess með hvaða hætti stuðningur og starfsumhverfi bænda hefur þróast undanfarin kjörtímabil.

Um helgina hélt Miðflokkurinn fjórða landsþing sitt. Kraftur, áræðni og bjartsýni einkenndi hópinn og enginn velktist í vafa um að þarna var samankomið fólk sem vill taka slaginn fyrir bændur landsins.

Meðal annars var ályktað að:

Grípa þarf strax til aðgerða til að leiðrétta og tryggja rekstrarumhverfi bænda og matvælaframleiðenda áður en illa fer. Auka þarf þegar í stað tollvernd innlendrar framleiðslu með uppsögn og endurskoðun tollasamninga. Ko-ma þarf í veg fyrir óheftan innflutning á ófrosnu kjöti sem er um leið afar mikilvægt lýðheilsumál fyrir þjóðina. Þá þarf að tryggja að tilgangur og markmið með setningu búvörulaganna haldi þannig að bændur geti með hagkvæmum hætti unnið og afsett sínar vörur með samvinnu og/eða nauðsynlegum samrunum afurðafyrirtækjanna. Stutt verði við nýsköpun, uppbyggingu og markaðsstarf sem mætir þörfum samtímans.

Hefja þarf þegar í stað undirbúning að endurskoðun búvörusamninga sem hafi það að markmiði að tryggja hag bænda, hagsmuni neytenda og öryggi og stöðugleika innlendrar matvælaframleiðslu til langrar framtíðar. Stuðningur við landbúnað verði aukinn í takt við aukna framleiðslu og fyrirkomulag hans einfaldað. Stutt verði við nýliðun í greininni svo sem með sérstökum lánaflokkum hjá Byggðastofnun og skattaívilnunum við flutning bújarða milli kynslóða. Tryggja þarf að  eftirlit með landbúnaðarstarfsemi og matvælaframleiðslu sé samræmt á landsvísu og að eftirlitskostnaður sé ekki íþyngjandi.

Í síðustu viku mælti formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrir þingsályktunartillögu um stó-reflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, þar sem mælt var fyrir heildaráætlun í 24 liðum (þingsályktunin er aðgengileg á heimasíðu Miðflokksins).

Ég nefni þetta hér til að draga fram að bændur eiga sannarlega vini og stuðningsmenn í hinu pólitíska umhverfi, en líka andstæðinga, verst er að þeir eru í augnablikinu sumir geymdir annars staðar en best færi á.

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...