Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reikult er rótlaust þangið
Mynd / Bbl
Lesendarýni 28. apríl 2022

Reikult er rótlaust þangið

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir.

Allt frá því að land byggðist hefur það verið okkur lífsnauðsynlegt að nýta auðlindir okkar til bjargar, bæði á hafi og á landi. Allt í kringum landið er matarkista sem við höfum nýtt okkur bæði til matar og afkomu. Hafið er svo sannarlega gjöful auðlind.

Það hefur þó ekki verið fyrr en á síðustu árum sem við höfum farið að þróa nýtingu á fleiri tegundum en þessum hefðbundnu og gróska hefur aukist í rannsóknum og þróun á fullnýtingu sjávarafla.

Aukinn þekking og áhugi

Fullnýting á hefðbundnum sjávarafla hefur aukist og er það vel, enda mikilvægt að nýta allan þann afla sem veiða má og auka virði hans sem mest. Samhliða því verðum við jafnframt að horfa til þess að nýta aðrar tegundir og lífmassa sem finnast við strendur landsins. Rannsóknir hafa aukist á sjávargróðri og sjávardýrum eins og þangi og þara, krabba- og skeldýrum. Aukinn þekking er að byggjast upp enda sífellt fleiri sem hafa menntað sig og vilja sinna bæði rannsóknum og nýtingu. Víða um land hafa sprottið upp nýsköpunarsetur sem sinna þróun og með styrk frá háskólum og stjórnvöldum má tryggja betri nýtingu auðlindarinnar.

Sjálfbær þróun náttúruauðlinda

Sjálfbær þróun náttúruauðlinda er eitt af markmiðum stjórnarsáttmála núverndi ríkisstjórnar og fellur þörungaræktun og nýting sjávar­þörunga vel þar að. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu sem skyldar þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir það til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum undir 2 °C. Samfara fjölgun mannkyns, aukinni neyslu og ósjálfbærum aðferðum í ræktun og veiði hefur álag á vistkerfi jarðarinnar aukist gífurlega á undanförnum áratugum. Við þurfum að finna nýjar og betri leiðir til þess að lifa í sátt með náttúrunni.

Regluverk þarf að styðja við aukna verðmætasköpun

Á yfirstandandi þingi hef ég lagt fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að styðja við aukna verðmætasköpun við nýtingu þörunga. Það er hægt að gera með því að fara yfir lög og reglur til þess að styðja við sjálfbæra nýtingu á þörungum sem vaxta villtir eða eru ræktaðir í sjó eða á landi. Til þess að ná árangri á þessu sviði er einnig mikilvægt að styðja við rannsóknir og nýsköpun um land allt sem varðar öflun þörunga, nýtingu þeirra sem og framleiðslu og markaðssetningu á vörum úr þeim. Samhliða því þarf svo að styrkja eftirlitsaðila og auka sérfræðiþekkingu um þörungaræktun innan viðeigandi stofnana.

Mikilvægt er að skapa leiðir fyrir fólk til þess að nýta þörunga til framleiðslu á t.d. lífeldsneyti, matvælum, lífefnavörum eða fóðurbæti fyrir dýr sem og líförvandi efnum til ræktunar Fjölmörg tækifæri eru til nýtingar á þessu sviði en svo hægt sé að grípa þau er nauðsynlegt að hefja vinnu við lagfæringar á regluverkinu. Aukinn áhugi og þekking er hér á landi á þessu sviði og löggjafinn þarf að vera tilbúinn til þess að aðstoða við þessa þróun.

 

Halla Signý Kristjánsdóttir,
þingmaður Framsóknar

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...

Staðarvinnustofur í Loftslagsvænum landbúnaði
Lesendarýni 24. júní 2025

Staðarvinnustofur í Loftslagsvænum landbúnaði

Um þessar mundir er verið að halda staðarvinnustofur í verkefninu Loftslagsvænn ...

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?
Lesendarýni 20. júní 2025

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?

Frá upphafi tuttugustu aldar hefur votlendi minnkað um 64–71% á heimsvísu og um ...

Illt er að egna óbilgjarnan
Lesendarýni 20. júní 2025

Illt er að egna óbilgjarnan

Geithamrar eru eitt hljómfegursta bæjarnafn landsins. Fyrir þá sem ekki þekkja t...

Opið samtal er forsenda árangurs
Lesendarýni 19. júní 2025

Opið samtal er forsenda árangurs

Á dögunum settumst við hjá Bændasamtökum Íslands niður með sérfræðingum frá nokk...