Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reikult er rótlaust þangið
Mynd / Bbl
Lesendarýni 28. apríl 2022

Reikult er rótlaust þangið

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir.

Allt frá því að land byggðist hefur það verið okkur lífsnauðsynlegt að nýta auðlindir okkar til bjargar, bæði á hafi og á landi. Allt í kringum landið er matarkista sem við höfum nýtt okkur bæði til matar og afkomu. Hafið er svo sannarlega gjöful auðlind.

Það hefur þó ekki verið fyrr en á síðustu árum sem við höfum farið að þróa nýtingu á fleiri tegundum en þessum hefðbundnu og gróska hefur aukist í rannsóknum og þróun á fullnýtingu sjávarafla.

Aukinn þekking og áhugi

Fullnýting á hefðbundnum sjávarafla hefur aukist og er það vel, enda mikilvægt að nýta allan þann afla sem veiða má og auka virði hans sem mest. Samhliða því verðum við jafnframt að horfa til þess að nýta aðrar tegundir og lífmassa sem finnast við strendur landsins. Rannsóknir hafa aukist á sjávargróðri og sjávardýrum eins og þangi og þara, krabba- og skeldýrum. Aukinn þekking er að byggjast upp enda sífellt fleiri sem hafa menntað sig og vilja sinna bæði rannsóknum og nýtingu. Víða um land hafa sprottið upp nýsköpunarsetur sem sinna þróun og með styrk frá háskólum og stjórnvöldum má tryggja betri nýtingu auðlindarinnar.

Sjálfbær þróun náttúruauðlinda

Sjálfbær þróun náttúruauðlinda er eitt af markmiðum stjórnarsáttmála núverndi ríkisstjórnar og fellur þörungaræktun og nýting sjávar­þörunga vel þar að. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu sem skyldar þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir það til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum undir 2 °C. Samfara fjölgun mannkyns, aukinni neyslu og ósjálfbærum aðferðum í ræktun og veiði hefur álag á vistkerfi jarðarinnar aukist gífurlega á undanförnum áratugum. Við þurfum að finna nýjar og betri leiðir til þess að lifa í sátt með náttúrunni.

Regluverk þarf að styðja við aukna verðmætasköpun

Á yfirstandandi þingi hef ég lagt fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að styðja við aukna verðmætasköpun við nýtingu þörunga. Það er hægt að gera með því að fara yfir lög og reglur til þess að styðja við sjálfbæra nýtingu á þörungum sem vaxta villtir eða eru ræktaðir í sjó eða á landi. Til þess að ná árangri á þessu sviði er einnig mikilvægt að styðja við rannsóknir og nýsköpun um land allt sem varðar öflun þörunga, nýtingu þeirra sem og framleiðslu og markaðssetningu á vörum úr þeim. Samhliða því þarf svo að styrkja eftirlitsaðila og auka sérfræðiþekkingu um þörungaræktun innan viðeigandi stofnana.

Mikilvægt er að skapa leiðir fyrir fólk til þess að nýta þörunga til framleiðslu á t.d. lífeldsneyti, matvælum, lífefnavörum eða fóðurbæti fyrir dýr sem og líförvandi efnum til ræktunar Fjölmörg tækifæri eru til nýtingar á þessu sviði en svo hægt sé að grípa þau er nauðsynlegt að hefja vinnu við lagfæringar á regluverkinu. Aukinn áhugi og þekking er hér á landi á þessu sviði og löggjafinn þarf að vera tilbúinn til þess að aðstoða við þessa þróun.

 

Halla Signý Kristjánsdóttir,
þingmaður Framsóknar

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...