Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagbjört Gísladóttir og Gísli Hvanndal Jakobsson.
Dagbjört Gísladóttir og Gísli Hvanndal Jakobsson.
Lesendarýni 26. september 2023

Opið bréf til forsætisráðherra

Höfundur: Gísli Hvanndal Jakobsson, tveggja barna faðir, með sjúkdóminn flogaveiki.

Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heiminn er fólk með ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega sjúkdóma.

Þessir sjúkdómar sem ég er að tala um er til að mynda krabbamein í sínum mörgum myndum, flogaveiki, MS, Alzheimer, MND, geðklofi, geðhvarfasýki, einhverfa, offita, hjartasjúkdómar og lömun svo eitthvað sé nefnt. Þetta fólk getur ekki unnið og verður að reiða sig á ríkið til að halda húsi yfir höfði sér og mat ofan í sjálft sig og fjölskyldu sína.

En málið er að 270 til 290 þúsund eða minna getur engan veginn hjálpað þessu fólki á mánuði nema að borga hluta af reikningum sínum, þegar það er búið að borga 150 þúsund til 200+ í leigu. Það er mikil fátækt á Íslandi og því miður er Ísland ekki besta landið lengur í heiminum á okkar tímum. En ríkisstjórnin virðist loka augunum fyrir fátækt og erfiðleikum bæði öryrkja og eldri borgara og velja að horfa í hina áttina og gleyma okkur. Já, ég er líka á örorkubótum vegna flogaveiki og móðir mín vegna krabbameins.

Ég er með spurningar til þín, Katrín.

Ætlar þú og ríkisstjórnin að gera eitthvað í desember fyrir öryrkja? Hversu mikil verður hækkunin á örorkubótum í janúar 2024?

Mig langar til að fá að draga upp mynd af einum aðstæðum öryrkja.
Ímyndaðu þér einstæðu feðurna þar sem lögheimilið er hjá barnsmóður eða öfugt. Þeir eða þær fá ekkert frá ríkinu með börnunum sínum. Öryrkjar með þrjú börn jafnvel, eins og svo algengt er í dag. Hvernig gengur það upp? Svarið er að það gengur ekki upp.

Hvenær fá öryrkjar að vera áhyggjulausir? Kvíðalausir, lausir við ótta um að missa allt og lenda á götunni því ríkið vill ekki hjálpa þeim? Ég tók bensín á bílinn fyrir 5 þúsund og fékk 15 lítra. En það er svo sem ekkert miðað við matvöruverð, afborganir af leigu, húsnæðislánum og/eða öðru.

Það er bersýnilegt að í augum ríkisstjórnar Íslands eru öryrkjar þriðja flokks borgarar. Eða það er allavega upplifun margra okkar. Ég verð bara að vera pínu beinskeyttur við þig, Katrín, því ég hef bara heyrt orð en ekki séð nein verk í þágu öryrkja og eldri borgara.

Öryrkjar þurfa að staðfesta reglulega til Tryggingastofnunar að þeir séu enn þá lamaðir, enn þá með MS og flogaveiki til að fá krónurnar sínar frá ríkinu.
Staðreyndin er sú að miðað við hækkun matvara í landinu, bensíns, leigu og alls annars að þá þurfa öryrkjar lágmark 450 til 500 þúsund á mánuði til að eiga fyrir leigu, afborgunum, mat og öðru út mánuðinn. Öryrkjar og allt fólkið í landinu er á dýrasta leigumarkaði sem ég hef fundið miðað við önnur lönd.

Stendur þú enn þá fyrir jöfnuði, Katrín? Er þetta velferðarkerfi sem við búum í?
Ertu til í að gera eitt fyrir mig? Hugsaðu þegar þú gekkst fyrst inn á þing. Hverjar voru hugsjónir þínar þá? Hverju vildir þú virkilega breyta og gera betra?
Mínar hugsjónir eru allavega ,,Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Jöfnuður. Velferðarríki.

Ertu enn þá vinstri græn? Ertu kona fólksins í landinu? Þá meina ég alls fólksins í landinu. Ekki bara þá sem eiga stór ítök í bönkunum og tengjast stórum og sterkum fjölskylduböndum.

Inga Sæland alþingiskona hefur gert hvað eitt mest fyrir aldraða og öryrkja í landinu. Hún er stórkostlegasti alþingismaður síðasta áratugar í sögu Íslands. Það munu allir muna eftir henni löngu eftir að hún kveður þetta jarðlíf því hún er samkvæm sjálfri sér og stendur við orð sín þó margir reyni að berjast á móti henni. Inga Sæland er sjálfri sér trú og fólkinu í landinu.

Ég bið þig innilega að taka hana til fyrirmyndar og hjálpa fólkinu í landinu sem þarf á því að halda, Katrín. Því þetta fólk, Katrín, reiðir sig allt á þig og ríkisstjórn Íslands. Þú bókstaflega, ásamt Alþingi, hefur líf okkar og lífsgæði í höndum þar.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...