Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vigdís Häsler og Garðar H. Guðjónsson.
Vigdís Häsler og Garðar H. Guðjónsson.
Lesendarýni 9. maí 2023

Nauðsyn viðvörunarbúnaðar vegna elds

Höfundur: Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.

Skipt getur sköpum um afleiðingar af eldsvoða ef viðeigandi viðvörunarbúnaður er fyrir hendi.

Þetta á ekki síst við í dreifbýli þar sem viðbragðstími slökkviliðs er lengri en ella. Fyrstu viðbrögð ábúenda á upphafsstigi elds geta ráðið miklu um hversu miklu tjóni hann nær að valda.

Sérstaklega er mikilvægt að hafa viðvörunarbúnað í gripahúsum. Reyksogskerfi henta vel sem viðvörunarbúnaður í gripahúsum. Þau eru þannig gerð að einföld röralögn er lögð um húsið. Göt eru boruð á rörin samkvæmt forskrift og þau tengd við dælu sem sogar loftsýni stöðugt inn í rörin og sendir þau í gegnum rakagildru og ryksíu að reykskynjara í stjórnstöð kerfisins. Verði vart við reyk í loftsýninu gerir stjórnstöðin viðvart með því að setja sírenu í gang eða með því að senda boð í farsíma með aðstoð smáforrits.

Hita- og reykskynjarar

Hita- og reykskynjarar geta hentað sem viðvörunarkerfi í útihúsum og getur verið gott að hafa báðar gerðir skynjara. Hitaskynjarar eru ekki eins viðkvæmir fyrir ryki og reykskynjarar. Tengja má marga hita- og reykskynjara saman þannig að fari einn í gang gera allir hinir það sömuleiðis. Þannig má tengja reykskynjara í útihúsum við reykskynjara í íbúðarhúsnæði svo fólk fái boð um eld hvort sem fólk er statt í útihúsum eða á heimilinu, hvort sem er í vöku eða svefni.

WiFi skynjara má tengja við farsíma í gegnum smáforrit og er hægt að tengja marga slíka saman. Komi upp eldur sendir viðkomandi skynjari boð í farsíma, einn eða fleiri. Unnt er að merkja hvern og einn skynjara í forritinu þannig að þegar skynjari sendir boð er strax unnt að staðsetja eldinn. Smáforritið veitir einnig upplýsingar um hleðslu á rafhlöðum í skynjurunum. Skynjarar af þessari gerð henta einkar vel þegar býlið er mannlaust.

Rýmingaráætlun

Prófa þarf reykskynjara ekki sjaldnar en árlega. Á markaði eru úðabrúsar sem nota má til að prófa reykskynjara sem erfitt er að ná til vegna lofthæðar.

Hringið alltaf í 112 og óskið eftir aðstoð ef elds verður vart. Hafið viðeigandi slökkvibúnað tiltækan og notið hann ef færi gefst en leggið ykkur sjálf eða aðra aldrei í hættu við slökkvistörf.

Nauðsynlegt er að hafa rýmingaráætlun fyrir gripahús, tryggja að rýmingarleiðir séu greiðar og koma búfé út eins fljótt og kostur er.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara