Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Höfundur: Hildur Þórðardóttir og Sigríður B. Svavarsdóttir

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur samtakanna Hela Norden Ska Leva (HNSL) og eru því orðin 22 ára gömul.

Markmið samtakanna er að mynda sterk heildarsamtök til að vinna að hagsmunum landsbyggðarinnar og tengja saman einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem vilja efla heimabyggð sína bæði efnahagslega sem og menningarlega. Aðilar að samtökunum Landsbyggðin lifi eru því framfarafélög og einstaklingar um land allt.

Landsbyggðin lifi er einnig í samstarfi með ERCA (European Rural Community Alliance) sem eru samtök dreifbýlis í Evrópu. Markmið Evrópusamtakanna eru einmitt líka að efla evrópska landsbyggð með samvinnu og jafningjafræðslu og -stuðningi; að efna til umræðu um framtíð strjálbýlis og þróun þess og ekki síst að hafa áhrif á opinbera stefnumótun, bæði hjá Evrópusambandinu sem og á landsvísu. Samtökin leitast við að koma á sambandi og samstarfi milli staðbundinna félagasamtaka, byggja á þeim styrkleikum sem eru nú þegar til staðar og efla enn frekar.

Landsbyggðin lifi tekur þátt í samstarfsverkefnum með öðrum dreifbýlissvæðum í Evrópu, m.a. á Spáni, í Lettlandi og í Frakklandi. Með sambærilegum verkefnum á þremur ólíkum stöðum í Evrópu er leitast við að miðla þekkingu, efla sjálfbærni, skiptast á reynslu, sem og að endurheimta menningu íbúa viðkomandi svæðis í því augnamiði að efla stolt og ábyrgð gagnvart svæðinu.

Fiðrildaverkefnið, Lands of Butterflies, skoðar áhrif kvenna á verkmenningu og óáþreifanlega menningu á tveimur svæðum, í Santo Adriano í Asturias á Spáni og á Kópaskeri og nágrenni á Íslandi. Þriðji aðilinn er franska götulistafélagið Groupe ToNNE, sem stendur fyrir listasmiðjum á þessum stöðum, sem og í Frakklandi. Verkefnið Our Civic Heritage er samvinnuverkefni tíu samtaka í átta löndum og leitast við að efla sameiginleg evrópsk gildi og glæða þekkingu og hæfileika íbúa til að taka þátt í samfélaginu, sem forsendu fyrir heilbrigðu lýðræði. Þátttökulöndin eru Holland, Írland, Bretland, Búlgaría, Rúmenía, Spánn, Ítalía og Ísland.

Það er undir okkur íbúum sjálfum komið hversu vel tekst til með verkefnin, því þátttaka okkar er forsenda fyrir velgengni. Samtökin eru ópólitísk og ávallt opin nýju fólki.

Möguleikarnir eru líka margir, eins og verkefni um sjálfbæra þróun, lífræna ræktun, hamprækt og hvað sem okkur dettur í hug sem gæti eflt landsbyggðina.

Framtíðarsýn okkar greinarhöfunda er að fólk vilji búa í frelsi og ala upp afkomendur sína nær náttúrunni. Það er svo dýrmætt að geta ræktað eigið grænmeti og gott fyrir börn að læra að vera sjálfbær. Svo má jafnvel vera með hænur eða önnur dýr í bakgarðinum. Hver veit hvenær næsti heimsfaraldur skellur á og þá er gott að vera sem mest sjálfbær. Auk þess hlýtur fólk að þreytast á umferðarteppum og mengun og vilja einfalda líf sitt. Því eru næg tækifæri fyrir landsbyggðina, hvort sem er í litlum eða stórum bújörðum, í dreifbýli eða bæjum allan hringinn á landinu okkar.

Landsbyggðin lifi verður með málþing að loknum aðalfundi samtakanna í Sláturhúsinu „menningarsetri“ á Egilsstöðum 30. september. Á málþingið koma frumkvöðlar í alls kyns nytjaræktun frá Norður- og Austurlandi. Við hvetjum sem flesta áhugamenn landsbyggðarinnar til að mæta og taka þátt í að koma af stað bylgju í sjálfbærni hringinn í kringum landið. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis. Fylgist með á Facebook-síðu samtakanna, Landsbyggdin lifi - Farsæld til framtíðar. Heimasíða samtakanna er landlif.is, einnig er hægt að hafa samband á netfangið landlif@landlif.is.

Skylt efni: Landsbyggðin lifi

Opið bréf til forsætisráðherra
Lesendarýni 26. september 2023

Opið bréf til forsætisráðherra

Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heimin...

Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar se...

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands
Lesendarýni 13. september 2023

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands

Samtökin Landvernd og Vinir íslenskrar náttúru (natturuvinir.is) stóðu fyrir nok...

Til í samtalið við bændur
Lesendarýni 12. september 2023

Til í samtalið við bændur

Ég fór á fund Bændasamtakanna á Selfossi á dögunum. Þetta var lokafundur í funda...

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur
Lesendarýni 11. september 2023

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars Jóhannssonar, rannsók...