Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kínversk pandaynja að nafni Tian Tian sést hér gæða sér á bambus í Edinborg. Fargesia tegundirnar eru sérlega vinsæl pandafæða og því ekki útilokað að hér sé um að ræða ættingja víkingsins.
Kínversk pandaynja að nafni Tian Tian sést hér gæða sér á bambus í Edinborg. Fargesia tegundirnar eru sérlega vinsæl pandafæða og því ekki útilokað að hér sé um að ræða ættingja víkingsins.
Mynd / Royal Zoological Society of Scotland
Lesendarýni 24. janúar 2023

Kínverskur víkingur á Íslandi

Höfundur: Kristján Friðbertsson plöntunörd.

Þjóðháttafræðingur skammast út í Þjóðminjasafnið fyrir að gefa rangri ímynd víkinga undir fótinn sl. menningarnótt.

Kristján Friðbertsson

Frægur rit­höfundur þekkir til málsins, er alls ósammála og kemur m.a. með ábendingu um að skandinavísku bændurnir „lögðust allavega ekki „í bónda“.

Dr. Árni Björnsson og Einar Kárason tala auðvitað af viti. Af hverju ætla ég þá að blanda mér í umræðuna? Yngri, vitlausari og eflaust lágvaxnari í þokkabót!

Nei, hér er nefnilega á ferð annars konar víkingasaga. Röltandi á reykvískum vordegi hitti ég kínverskan víking. Ekki finnast traustar heimildir fyrir víkingum í Kína á víkingaöld, en nútíminn er auðvitað annað mál. Í ljós kom að hann var fæddur í Hollandi, en foreldrar hans báðir frá Kína.

Wilson‘s: Muriel

Móðir hans kynntist árið 1907 breskum manni, E.H. Wilson, sem var á ferðalagi um Kína. Þremur árum síðar flytur hún með honum til Bretlands. Síðar skilja þeirra leiðir, en minning um kynni þeirra lifir áfram, því hún hafði tekið upp sama nafn og dóttir Wilson‘s: Muriel.

Framandi plöntur frábærar saman: broddhlynur, bambus,  vatnsberi og sumareik. Myndir / Kr. Fr

Faðir hans kynntist Muriel í Hollandi á efri árum. Þar urðu þau háöldruð saman og með aðstoð tæknifrjóvgunar tókst þeim að eignast börn. Víkingurinn fæddist árið 2005 en því miður létu foreldrarnir lífið um svipað leyti.

Móðurættin á sér smá sögu á Íslandi og kom hann hingað í von um að komast í samband við ættingja á Íslandi. Fyrir algera tilviljun reyndust nokkrir þeirra vera nágrannar mínir og bauð ég honum því á eins konar „ættarmót“ í garðinum heima. Hann endaði með að flytja til ættingjanna og býr þar kátur í dag. Nágranni minn, víkingurinn sjálfur.

Hafi einhver gaman af smáatriðum get ég bætt við að víkingurinn er raunar bambusplanta.

Faðir hans var svartbambus (F.nitida), móðirin gulbambus (F.murielae) og fullt nafn hans er því „Fargesia murielae x nitida 'Viking'“. Víkingsnafnið var honum gefið af Hollendingi sem hjálpaði foreldrunum með barneignir.

Gulbambus er sannkölluð garðprýði og getur orðið ansi hávaxinn hér á landi. Yrkið Jumbo er hér á mynd í garði
Mary og Ægis á Selfossi.
Ættingjar á Íslandi

Nokkrir meðlimir móðurættarinnar voru búsettir nærri Ísafirði snemma á síðustu öld. Lifandi eintök af gulbambus má í dag finna í Lystigarði Akureyrar, Grasagarði Reykjavíkur og heimilisgörðum um land allt. Það er nefnilega sú tegund sem best gengur hér. Þetta virðist koma mörgum á óvart, þar sem viðbrögðin við því að sjá bambus sem dafnar vel á Íslandi eru oft á svipaða leið og ef þau hefðu séð 17 ára kínverskan víking í garðinum.

Ættkvíslin Fergesia

Blendingar við svartbambus hafa dekkri sprota, geta haft örlítið minna frostþol, en virðast ganga ágætlega, a.m.k. sunnanlands, í skjóli.

Fyrir íslenska garða mæli ég eindregið með því að velja bara bambusplöntur úr Fargesia ættkvísl. Að mestu má líka leggja til að taka ekkert mark á erlendum textum um bambusrækt. Plönturnar fást oft í gróðrarstöðvum og plöntusölum hér og þar um landið og eru fínasta framandi skraut í garðinn. Mold sem heldur raka, án þess að vera sírök eins og mýri, í bland við einhverja sólargeisla og gott skjól frá næðingi eru grunnkröfurnar. Næringarríkur jarðvegur, eða 2­3 áburðargjafir að sumri, gefa plöntunni svo aukinn kraft. Finnið plöntunni góðan stað og vökvið vel eftir gróðursetningu. Sérstaklega fyrsta árið er mikilvægt að passa vel upp á vökvun og áburðargjöf.

Ólíkt flestum fjölæringum er bambus sígrænn og megnið af orku og forða bambusplöntu finnst ekki í rótunum, heldur ofanjarðar, í sprotunum. Yfir veturinn er því ágætt að binda þá saman í knippi eða gefa þeim vetrarskjól og hafa orkuforðann í huga þegar bambus er snyrtur til.

Skylt efni: plöntur

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...