Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki
Mynd / HKr.
Lesendarýni 12. nóvember 2019

Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson
Fyrir nokkrum árum voru 3 sútunarverksmiðjur, sem sútuðu gærur, starfræktar hér á landi.  Það var Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri,  sem starfrækt var af SÍS, Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík og Loðskinn hf. á Sauðárkróki.
 
Gærur voru uppistaðan í hráefni þessara verksmiðja. Allar bjuggu þessar verksmiðjur yfir mikilli þekkingu og voru búnar góðum tækjum. Þekking á þessu sviði var mikil hér á landi; aðeins er eftir hluti af þessari þekkingu. Sú þekking er í verksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeirri þekkingu megum við ekki glata. Það verður því að endurreisa sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Það er auk þess besta leiðin til að verðmætin glatist ekki. Það mun auk þess gagnast íslenskri sauðfjárrækt, þegar til lengri tíma er litið.
 
Íslenska gæran er ein allra besta gæra til framleiðslu ákveðinna vara úr skinnum, þar sem hún er létt og að mestu leyti laus við skemmdir á hárramnum, t.d. af völdum skordýra og annara sníkjudýra, sem veldur skemmdum af ýmsu tagi og verðmætarýrnun gærunnar.
 
Á það má einnig benda að gærur og skinn eru ,,græn“, koma í stað plastefna, eru náttúruvænar afurðir.  Þetta eru efni sem  koma alls staðar að notum.
 
Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...