„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
Lesendarýni 12. maí 2023

Atvinnuuppbygging í hinum dreifðari byggðum í uppnámi

Höfundur: Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Bændasamtök Íslands og fleiri aðilar, á borð við Landsvirkjun, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á raforkulögum sem opnar á að nýir notendur verði rukkaðir um óskilgreindan viðbótarkostnað.

Sigurjón Þórðarson.

Landsvirkjun bendir á að frumvarpið geti unnið gegn markmiðum um orkuskipti og samdrátt í kolefnislosun. Bændasamtök Íslands benda á hið augljósa, þ.e. að óskilgreindur viðbótarkostnaður gangi gegn markmiðum byggðaáætlunar sem og tilgreindum markmiðum sem sett eru fram í matvæla- og landbúnaðarstefnum stjórnvalda.

Það er óskiljanlegt að meirihluti atvinnuveganefndar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, í formennsku, taki í engu mið af alvarlegum athugasemdum og snúi jafnvel út úr þeim í nefndaráliti sem lagt var fram við aðra umræðu um málið á þingi.

Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!

Það á eftir að fjalla um málið í þriðju umræðu á þingi og mikilvægt er að ná fram breytingum á málinu, þannig að framþróun og nýsköpun á landsbyggðinni sé ekki sett í uppnám. Svo undarlegt sem það nú er að á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út opna gjaldheimtu á nýsköpun í hinum dreifðu byggðum, þá er formaður Framsóknarflokksins með frumvarp sem kallast Samþætting áætlana.

Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda uppfærð
Lesendarýni 2. júní 2023

Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda uppfærð

Félag garðplöntuframleiðenda fékk styrk til að endurgera gagnagrunn um garðplönt...

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum
Lesendarýni 1. júní 2023

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var ...

Blóðmerahaldið enn
Lesendarýni 30. maí 2023

Blóðmerahaldið enn

Nú er blóðmerahaldið aftur komið á dagskrá og nú fyrir tilstuðlan sunnan af megi...

Matvæla- og fæðuöryggi eru fullveldismál
Lesendarýni 29. maí 2023

Matvæla- og fæðuöryggi eru fullveldismál

Það hefur margt breyst í ísskápnum hjá okkur Íslendingum á síðustu áratugum.

Dýrmætasta auðlindin
Lesendarýni 26. maí 2023

Dýrmætasta auðlindin

Þegar ekið var um sveitir landsins nú í byrjun maímánaðar mátti víða sjá í stafl...

Sjálfdauð kýr
Lesendarýni 19. maí 2023

Sjálfdauð kýr

Það er órjúfanlegur hluti búskapar að skepnur drepist heima á bæjum, eins sorgle...

Afkoma sauðfjárbúa 2021
Lesendarýni 19. maí 2023

Afkoma sauðfjárbúa 2021

Í nýrri skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er fjallað um niðurstöður úr ...

Heillandi, sligandi vor
Lesendarýni 18. maí 2023

Heillandi, sligandi vor

Vorið er sannarlega heillandi og spennandi tími í sveitum landsins. Útivera verð...