Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
Lesendarýni 12. maí 2023

Atvinnuuppbygging í hinum dreifðari byggðum í uppnámi

Höfundur: Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Bændasamtök Íslands og fleiri aðilar, á borð við Landsvirkjun, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á raforkulögum sem opnar á að nýir notendur verði rukkaðir um óskilgreindan viðbótarkostnað.

Sigurjón Þórðarson.

Landsvirkjun bendir á að frumvarpið geti unnið gegn markmiðum um orkuskipti og samdrátt í kolefnislosun. Bændasamtök Íslands benda á hið augljósa, þ.e. að óskilgreindur viðbótarkostnaður gangi gegn markmiðum byggðaáætlunar sem og tilgreindum markmiðum sem sett eru fram í matvæla- og landbúnaðarstefnum stjórnvalda.

Það er óskiljanlegt að meirihluti atvinnuveganefndar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, í formennsku, taki í engu mið af alvarlegum athugasemdum og snúi jafnvel út úr þeim í nefndaráliti sem lagt var fram við aðra umræðu um málið á þingi.

Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!

Það á eftir að fjalla um málið í þriðju umræðu á þingi og mikilvægt er að ná fram breytingum á málinu, þannig að framþróun og nýsköpun á landsbyggðinni sé ekki sett í uppnám. Svo undarlegt sem það nú er að á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út opna gjaldheimtu á nýsköpun í hinum dreifðu byggðum, þá er formaður Framsóknarflokksins með frumvarp sem kallast Samþætting áætlana.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...