Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Mynd / ál
Af vettvangi Bændasamtakana 15. september 2025

Vill efla liðsheild í skógrækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sólrún Þórðardóttir var í upphafi mánaðar ráðin til starfa hjá Bændasamtökum Íslands sem sérfræðingur á sviði skógræktar og sjálfbærnimála.

Tekur hún þar við verkefnum sem Hlynur Gauti Sigurðsson hefur sinnt undanfarin ár. Sólrún er með B.S. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í náttúru- og umhverfisfræðum, en hefur sinnt ýmsum verkefnum á fjölbreyttum sviðum.

„Áður en ég kom hingað vann ég sem verktaki fyrir tvö lítil fyrirtæki þar sem ég stýrði verkefnum, setti upp vefsíðu og kom að skipulagsmálum. Þar áður rak ég eigin snyrtistofu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í fimm ár,“ segir Sólrún, en hún lauk meistaraprófi í snyrtifræðum samhliða því sem hún sinnti námi sínu við LbhÍ. „Og núna er ég í MBA-námi við Háskóla Íslands meðfram vinnu.“

Hún vonast til þess að geta eflt deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands og stuðlað að aukinni uppbyggingu og atvinnumöguleikum í tengslum við skógrækt. „Þá langar mig til að efla samstarfið milli skógarbænda, Skógræktarfélags Íslands og Lands og skógar. Ég vil að við verðum sterk liðsheild saman og ég held að við náum meiri framförum sem ein heild.

Sólrún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ölfusi. Hún ólst upp í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, en þar reka foreldrar hennar Ræktunarstöðina Lágafell og veitingahúsið Hjá góðu fólki, skammt frá Vegamótum. „Ég hef alltaf verið með hugann við náttúrufræði og er alin upp umvafin plöntum. Svo ákvað ég að taka smá útúrdúr í snyrtifræðinni, sem var alls ekkert planið,“ segir Sólrún glettin.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...