Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Mynd / ál
Af vettvangi Bændasamtakana 15. september 2025

Vill efla liðsheild í skógrækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sólrún Þórðardóttir var í upphafi mánaðar ráðin til starfa hjá Bændasamtökum Íslands sem sérfræðingur á sviði skógræktar og sjálfbærnimála.

Tekur hún þar við verkefnum sem Hlynur Gauti Sigurðsson hefur sinnt undanfarin ár. Sólrún er með B.S. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í náttúru- og umhverfisfræðum, en hefur sinnt ýmsum verkefnum á fjölbreyttum sviðum.

„Áður en ég kom hingað vann ég sem verktaki fyrir tvö lítil fyrirtæki þar sem ég stýrði verkefnum, setti upp vefsíðu og kom að skipulagsmálum. Þar áður rak ég eigin snyrtistofu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í fimm ár,“ segir Sólrún, en hún lauk meistaraprófi í snyrtifræðum samhliða því sem hún sinnti námi sínu við LbhÍ. „Og núna er ég í MBA-námi við Háskóla Íslands meðfram vinnu.“

Hún vonast til þess að geta eflt deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands og stuðlað að aukinni uppbyggingu og atvinnumöguleikum í tengslum við skógrækt. „Þá langar mig til að efla samstarfið milli skógarbænda, Skógræktarfélags Íslands og Lands og skógar. Ég vil að við verðum sterk liðsheild saman og ég held að við náum meiri framförum sem ein heild.

Sólrún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ölfusi. Hún ólst upp í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, en þar reka foreldrar hennar Ræktunarstöðina Lágafell og veitingahúsið Hjá góðu fólki, skammt frá Vegamótum. „Ég hef alltaf verið með hugann við náttúrufræði og er alin upp umvafin plöntum. Svo ákvað ég að taka smá útúrdúr í snyrtifræðinni, sem var alls ekkert planið,“ segir Sólrún glettin.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...