Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ný stjórn deildar skógarbænda. Frá vinstri, Laufey Leifsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, Hrönn Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Á myndina vantar Dagbjart Bjarnason.
Ný stjórn deildar skógarbænda. Frá vinstri, Laufey Leifsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, Hrönn Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Á myndina vantar Dagbjart Bjarnason.
Mynd / ÁL
Af vettvangi Bændasamtakana 14. mars 2023

Tíu ályktanir og breyting á stjórn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á búgreinaþingi var Jóhann Gísli Jóhannsson endurkjörinn sem formaður deildar skógarbænda. Ný stjórn var kosin með smávægilegum breytingum. Tíu ályktanir voru samþykktar til áframhaldandi umræðu á Búnaðarþingi í lok mars.

Í stjórn skógarbænda eru núna, ásamt Jóhanni Gísla, Guðmundur Sigurðsson og Hrönn Guðmundsdóttir. Ný í stjórn eru Laufey Leifsdóttir og Dagbjartur Bjarnason. Sighvatur Jón Þórarinsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir létu af sínum stjórnarstörfum.

Skógarbændur samþykktu ályktun sem beindi því til Búnaðarþings að beita sér fyrir að aukið fjármagn í búvörusamningunum væri hugsað í skjólbeltaræktun, enda væri ávinningurinn mikill hvað uppskeruauka varðar.

Þrjár ályktanir snertu á loftslagsmálum. Til að byrja með var ákall eftir að gera skógareigendum mögulegt að meta kolefnisbindingu eldri skóga og fá tækifæri til að nýta hana til kolefnisjöfnunar í búrekstri sínum. Enn fremur var lagt til að kolefnisbinding í nytjaskógi yrði viðurkennd sem skógarafurð. Í greinargerð þeirrar ályktunar segir: „Deilur hafa verið um hvort kolefnisbinding fylgi trénu sem afurð eða ekki. Ráðuneyti og Alþingi hafa viðurkennt að skógur sé í eign landeigenda, en ekki viðurkennt að kolefnisbindingin í nytjaskóginum sé eign landeiganda að sama skapi eða fylgi trénu sem slíku. Af þessum orsökum er nauðsynlegt að kolefnisbinding verði almennt viðurkennd sem skógarafurð í nytjaskógrækt.“

Að auki var vísað til rammasamnings ríkisins við Bændasamtök Íslands, sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í framleiðslu með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. „Skógrækt er best þekkta leiðin til kolefnisbindingar og til að geta staðið við kolefnishlutlausan íslenskan landbúnað árið 2030 er nauðsynlegt að þeir peningar sem ætlaðir eru til Skóg-BÍ fari til þeirra verkefna sem samningurinn kveður á um,“ segir í greinargerð.

Skógarbændur óskuðu eftir að aukinnar varúðar verði gætt við innflutning á afurðum sem geta borið með sér plöntusjúkdóma og meindýr, en tilefnið er nýlega veitt heimild matvælaráðuneytisins til innflutnings á trjábolum með berki. Að auki samþykktu skógarbændur ályktun sem kallaði eftir annarri nálgun á sauðfjárbeit. Í greinargerðinni er sagt brýnt að taka til greina hagsmuni fleiri en sauðfjáreigenda þegar kemur að regluverki í kringum beit. Skógarbændur vilja; „girða búsmalann inni þar sem honum er ætlað að vera frekar en að girða hann úti.“

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...