Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Svo uppsker sá sem sáir
Mynd / HKr.
Af vettvangi Bændasamtakana 11. september 2025

Svo uppsker sá sem sáir

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í haust er uppskerutími okkar bænda, þótt mikilvægi árstíðarinnar sé vissulega mismikið eftir búgreinum. Margar vörur berast í verslanir allan ársins hring, og tæknin og náttúruauðlindir okkar hafa gert það að verkum að neytendur hafa sömuleiðis stöðugan aðgang að fjölbreyttu úrvali af fersku grænmeti.

Trausti Hjálmarsson

Haustið er tíminn þegar uppskeran stendur sem hæst og úrvalið er mest. Ég veit að ég er alls ekki einn um að njóta þess að sjá bændur að störfum á ferðum mínum um landið. Hvort sem maður býr í sveit eða borg þá snertir það eitthvað í okkur flestum að sjá fólk við vinnu í sveitum landsins.

Bæði er það vegna þess að það er alltaf gaman að sjá fólk við vinnu sem kann vel til verka og vinnur þau fljótt og vel. En líka vegna þess að þetta er til marks um líf í landinu.

Þetta sumar hefur veðrið leikið við okkur Íslendinga og útlit er fyrir afbragðs uppskeru um allt land. Heyskapur gengur vel og kornskurður líka og uppskeran hjá grænmetisbændum lofar afar góðu. Mögulega áttum við þetta inni hjá almættinu eftir síðasta sumar, en ég læt guðfræðingum um að svara því.

En þrátt fyrir góða veðrið og sólina er uppskeran alltaf afrakstur erfiðis, útsjónarsemi og hagsýni bænda um allt land. Það er óþarfi að lista það upp fyrir lesendum þessa blaðs hvað liggur á bak við afkomu hvers býlis. Bændur vinna myrkranna á milli og með menntun sína og reynslu að vopni ná þeir því sem mögulegt er að ná úr rekstri sinna býla. Það er ekkert gefið í þessum efnum, en það má endilega gleðjast þegar vel gengur.

Eins og ég hef vikið hér að nokkrum sinnum áður renna núgildandi búvörusamningar út í lok næsta árs og erum við að hefja vinnu með stjórnvöldum um starfsskilyrði bænda og íslensks landbúnaðar til framtíðar.

Sömu lögmál eiga við um slíka vinnu og bústörfin sjálf. Undirbúningur og góð áætlanagerð ásamt útsjónarsemi, aðlögunarhæfni og mikilli vinnu skilar miklu betri uppskeru en ella.

Þess vegna hef ég lagt á það áherslu að hefja þessa vinnu nú í haust svo okkur gefist nægur tími til að niðurstaðan verði bæði okkur bændum og líka stjórnvöldum hagfelld. Starfsfólk Bændasamtakanna hefur lagt hart að sér í aðdraganda viðræðnanna og komum við afar vel undirbúin til þeirra.

Við höfum líka lagt grunninn með öðrum hætti. Auðveldara er fyrir okkur og stjórnvöld að komast að samkomulagi sem okkur er hagfellt ef almenningsálitið er með okkur. Auglýsingarnar okkar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit“ leika hér hlutverk, en líka það hvernig við mætum almenningi, hagsmunasamtökum og stjórnmálafólki almennt.

Stóru verkefni Bændasamtakanna eru óbreytt. Við viljum að bændum séu tryggðar sanngjarnar tekjur fyrir þeirra vinnu. Að íslenskur landbúnaður fái þann stuðning og þá vernd sem hann þarf til að keppa á jafningjagrundvelli við innfluttar vörur og að fundnar verði lausnir á þeim vanda sem nýliðun í greininni getur orðið.

Málstaður okkar er góður. Við erum vel undirbúin og við njótum stuðnings almennings og neytenda. Ég hef því fulla trú á að uppskeran verði með ágætum. 

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...