Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tryggja þarf garðyrkjunáminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika.
Tryggja þarf garðyrkjunáminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika.
Mynd / ghp
Af vettvangi Bændasamtakana 22. júní 2023

Garðyrkjunám að Reykjum

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Gunnar Þorgeirsson

Í upphafi liðins skólaárs var nám í garðyrkju fært undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Starfið hefur gengið vel og nemendur una hag sínum vel í því umhverfi sem Reykir bjóða upp á.

Í samkomulagi um tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Fjölbrautaskóla Suðurlands, kemur fram „að frá 1. ágúst 2022 verða fjárveitingar vegna starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum á grundvelli reiknilíkans háskóla fluttar á milli ráðuneyta, þ.e. frá HVIN (háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðuneytinu) [...] til MRN (mennta- og barnamálaráðuneytisins).“

En þar með ekki öll sagan sögð, því enn hafa fjármunir ekki borist til Fjölbrautaskólans, þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá undirritun samkomulagsins.

Í mínum huga og allra sem starfa í greininni er að standa verður vörð um starfsnámið sem er greininni mjög mikilvægt. Með þessum orðum vil ég hvetja þá sem fara með þessi málefni að tryggja náminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika og við getum staðið undir þeirri ósk neytenda að kaupa íslenska framleiðslu, hvort sem er blóm eða grænmeti.

Innflutningur á garðplöntum

Annað sem snýr að garðyrkjunni er eftirlit innflutnings á afurðum sem virðast vera í algeru skötulíki.

Fagfólk í greininni verður vart við tilboð á garðplöntum sem hafa verið fluttar til landsins sem geta engan veginn staðist skoðun á því verði sem samsvarandi vörur kosta erlendis og hér á landi. Því má velta vöngum yfir hvort verið sé að greiða viðeigandi gjöld af innflutningi eins og samningar við ESB hljóma.

Það er gríðarlega mikilvægt að starfsumhverfi sé tryggt í þessu umhverfi framleiðslu innanlands í mjög svo hörðum heimi innflutnings, þetta er gríðarlega mikilvægt málefni og brennur á framleiðendum hvernig eftirliti er háttað af hálfu tollsins. Þá þreytist ég ekki á að nefna endurskoðun á reglugerð um innflutning á plöntum og plöntuafurðum sem hefur verið á borði matvælaráðuneytisins í mörg ár og ekkert bólar á niðurstöðunni. Það er sérstaklega mikilvægt að niðurstaða fáist svo standa megi vörð um flóru Íslands.

Bændafundir

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning að heimsókn stjórnar og starfsfólks skrifstofu Bændasamtakanna um landið. Fyrirhugað er að fundaherferðin hefjist þann 21. ágúst næstkomandi. Ég hvet alla bændur til þess að nýta sér þessa fundi til samtals um málefni íslensks landbúnaðar og framtíðaráherslur komandi ára hvernig við getum gert starfsumhverfið betra og áherslur til framtíðar á grundvelli frumframleiðslunnar. En þetta verður auglýst sérstaklega í þessum ágæta miðli og öðrum miðlum þegar nær dregur.

Að elska og hata skurði
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór h...

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi
Lesendarýni 15. júlí 2025

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi

Harmonikan, þetta fjölbreytta og heillandi hljóðfæri, hefur um áratugaskeið veri...

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst...

Evrópa bannar minni plastumbúðir
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á...

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...