Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tryggja þarf garðyrkjunáminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika.
Tryggja þarf garðyrkjunáminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika.
Mynd / ghp
Af vettvangi Bændasamtakana 22. júní 2023

Garðyrkjunám að Reykjum

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Gunnar Þorgeirsson

Í upphafi liðins skólaárs var nám í garðyrkju fært undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Starfið hefur gengið vel og nemendur una hag sínum vel í því umhverfi sem Reykir bjóða upp á.

Í samkomulagi um tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Fjölbrautaskóla Suðurlands, kemur fram „að frá 1. ágúst 2022 verða fjárveitingar vegna starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum á grundvelli reiknilíkans háskóla fluttar á milli ráðuneyta, þ.e. frá HVIN (háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðuneytinu) [...] til MRN (mennta- og barnamálaráðuneytisins).“

En þar með ekki öll sagan sögð, því enn hafa fjármunir ekki borist til Fjölbrautaskólans, þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá undirritun samkomulagsins.

Í mínum huga og allra sem starfa í greininni er að standa verður vörð um starfsnámið sem er greininni mjög mikilvægt. Með þessum orðum vil ég hvetja þá sem fara með þessi málefni að tryggja náminu fjármögnun til framtíðar svo markmið stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu verði að veruleika og við getum staðið undir þeirri ósk neytenda að kaupa íslenska framleiðslu, hvort sem er blóm eða grænmeti.

Innflutningur á garðplöntum

Annað sem snýr að garðyrkjunni er eftirlit innflutnings á afurðum sem virðast vera í algeru skötulíki.

Fagfólk í greininni verður vart við tilboð á garðplöntum sem hafa verið fluttar til landsins sem geta engan veginn staðist skoðun á því verði sem samsvarandi vörur kosta erlendis og hér á landi. Því má velta vöngum yfir hvort verið sé að greiða viðeigandi gjöld af innflutningi eins og samningar við ESB hljóma.

Það er gríðarlega mikilvægt að starfsumhverfi sé tryggt í þessu umhverfi framleiðslu innanlands í mjög svo hörðum heimi innflutnings, þetta er gríðarlega mikilvægt málefni og brennur á framleiðendum hvernig eftirliti er háttað af hálfu tollsins. Þá þreytist ég ekki á að nefna endurskoðun á reglugerð um innflutning á plöntum og plöntuafurðum sem hefur verið á borði matvælaráðuneytisins í mörg ár og ekkert bólar á niðurstöðunni. Það er sérstaklega mikilvægt að niðurstaða fáist svo standa megi vörð um flóru Íslands.

Bændafundir

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning að heimsókn stjórnar og starfsfólks skrifstofu Bændasamtakanna um landið. Fyrirhugað er að fundaherferðin hefjist þann 21. ágúst næstkomandi. Ég hvet alla bændur til þess að nýta sér þessa fundi til samtals um málefni íslensks landbúnaðar og framtíðaráherslur komandi ára hvernig við getum gert starfsumhverfið betra og áherslur til framtíðar á grundvelli frumframleiðslunnar. En þetta verður auglýst sérstaklega í þessum ágæta miðli og öðrum miðlum þegar nær dregur.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...