Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 9. mars 2023

Félagsmönnum BÍ fjölgað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 200 manns mættu á búgreinaþing 2023 sem var haldið 22. og 23. febrúar. Í setningu kom fram að rekstur Bændasamtakanna væri í járnum en sífellt væri leitað leiða til að efla og bæta reksturinn.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að meðlimum BÍ hafi fjölgað um 25% á milli ára og að það sé ánægjulegt og sýni að bændur almennt sjái hag sinn í því að vera í samtökunum.

Gunnar tiltók ýmis verkefni sem samtökin hafa unnið að undanfarna mánuði og þar á meðal mál sem snerta tryggingar bænda, heilsu þeirra og velferð.

Í samtali við Bændablaðið þegar leið á þingið sagðist Gunnar hafa góða tilfinningu fyrir þinginu og gangi þess.

„Þingið var drifið áfram af krafti og fulltrúar þess tóku virkan og málefnalegan þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Vinna sem var unnin í aðdraganda búgreinaþingsins er að skila vandaðri vinnu inn á þingið og hér er verið að móta þær enn betur fyrir væntanlegt Búnaðarþing sem haldið verður 30. og 31. mars næstkomandi.“

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...

MAST og dýravelferð
Lesendarýni 13. mars 2023

MAST og dýravelferð

Eins og kunnugt er, er Matvælastofnun (MAST) opinber eftirlitsaðili með dýravelf...

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli
Lesendarýni 8. mars 2023

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli

Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) ...

Gróðurhús í grænum skólum
Lesendarýni 8. mars 2023

Gróðurhús í grænum skólum

Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ en hann tók til starfa...

Ferhyrnt fé
Lesendarýni 7. mars 2023

Ferhyrnt fé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala
Lesendarýni 6. mars 2023

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala

Munur er á flutningskerfi raforku og dreifikerfi, og við bætist sölukerfi. Hvað ...

Sannleikurinn er sagna bestur
Lesendarýni 3. mars 2023

Sannleikurinn er sagna bestur

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 segir: „Norðurál notar 100% endurný...