Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 9. mars 2023

Félagsmönnum BÍ fjölgað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 200 manns mættu á búgreinaþing 2023 sem var haldið 22. og 23. febrúar. Í setningu kom fram að rekstur Bændasamtakanna væri í járnum en sífellt væri leitað leiða til að efla og bæta reksturinn.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að meðlimum BÍ hafi fjölgað um 25% á milli ára og að það sé ánægjulegt og sýni að bændur almennt sjái hag sinn í því að vera í samtökunum.

Gunnar tiltók ýmis verkefni sem samtökin hafa unnið að undanfarna mánuði og þar á meðal mál sem snerta tryggingar bænda, heilsu þeirra og velferð.

Í samtali við Bændablaðið þegar leið á þingið sagðist Gunnar hafa góða tilfinningu fyrir þinginu og gangi þess.

„Þingið var drifið áfram af krafti og fulltrúar þess tóku virkan og málefnalegan þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Vinna sem var unnin í aðdraganda búgreinaþingsins er að skila vandaðri vinnu inn á þingið og hér er verið að móta þær enn betur fyrir væntanlegt Búnaðarþing sem haldið verður 30. og 31. mars næstkomandi.“

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...