Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 9. mars 2023

Félagsmönnum BÍ fjölgað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 200 manns mættu á búgreinaþing 2023 sem var haldið 22. og 23. febrúar. Í setningu kom fram að rekstur Bændasamtakanna væri í járnum en sífellt væri leitað leiða til að efla og bæta reksturinn.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að meðlimum BÍ hafi fjölgað um 25% á milli ára og að það sé ánægjulegt og sýni að bændur almennt sjái hag sinn í því að vera í samtökunum.

Gunnar tiltók ýmis verkefni sem samtökin hafa unnið að undanfarna mánuði og þar á meðal mál sem snerta tryggingar bænda, heilsu þeirra og velferð.

Í samtali við Bændablaðið þegar leið á þingið sagðist Gunnar hafa góða tilfinningu fyrir þinginu og gangi þess.

„Þingið var drifið áfram af krafti og fulltrúar þess tóku virkan og málefnalegan þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Vinna sem var unnin í aðdraganda búgreinaþingsins er að skila vandaðri vinnu inn á þingið og hér er verið að móta þær enn betur fyrir væntanlegt Búnaðarþing sem haldið verður 30. og 31. mars næstkomandi.“

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...