Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar.

Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við.

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

„Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars.

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...

MAST og dýravelferð
Lesendarýni 13. mars 2023

MAST og dýravelferð

Eins og kunnugt er, er Matvælastofnun (MAST) opinber eftirlitsaðili með dýravelf...

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli
Lesendarýni 8. mars 2023

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli

Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) ...

Gróðurhús í grænum skólum
Lesendarýni 8. mars 2023

Gróðurhús í grænum skólum

Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ en hann tók til starfa...

Ferhyrnt fé
Lesendarýni 7. mars 2023

Ferhyrnt fé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala
Lesendarýni 6. mars 2023

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala

Munur er á flutningskerfi raforku og dreifikerfi, og við bætist sölukerfi. Hvað ...

Sannleikurinn er sagna bestur
Lesendarýni 3. mars 2023

Sannleikurinn er sagna bestur

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 segir: „Norðurál notar 100% endurný...