Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar.

Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við.

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

„Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars.

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...