Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar.

Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við.

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

„Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...