Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar.

Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við.

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

„Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...