Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grísir í Laxárdal.
Grísir í Laxárdal.
Mynd / ÁL
Af vettvangi Bændasamtakana 9. febrúar 2023

Búgreinaþing

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Boðað hefur verið til II. búgreinaþings þann 22. og 23. febrúar næstkomandi, þar munu bændur funda í sínum búgreinadeildum, fara yfir helstu atriði er snúa að viðkomandi búgrein og kjósa sér stjórn deilda til að leggja línurnar í áherslum ársins.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Veigamesta atriðið verður væntanlega áherslur búgreina við endurskoðun búvörusamninga. Þá á sér nú stað mikil umræða í samfélaginu um tolla og tollvernd þar sem forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa meira að segja sett það inn sem hluta af samningum við sinn viðsemjanda að lækka tolla á landbúnaðarvörum. Hér er hreinlega verið að vega að launakjörum bænda og starfsfólks í landbúnaði og því sætir það undrun að verkalýðsfélög fari í þessa vegferð, því mikið af þeirra félagsfólki hefur lífsviðurværi sitt af því að vinna landbúnaðarvörur eða þjónusta greinina. Tollar eru og verða alltaf hluti af rekstrarumhverfi landbúnaðar hér á landi eins og í öllum vestrænum heimi.

Eftirlit með innflutningi

Um miðjan janúarmánuð felldi matvæla- ráðuneytið úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutnings á trjábolum með berki frá Póllandi. Ráðuneytið, sem fer jafnframt með málefni skógræktar, var ósammála niðurstöðu MAST og virðist sem svo að hér hafi verið tekist á um mismunandi skilning á reglugerð um plöntur og plöntuafurðir. Síðustu tíu ár hafa garðyrkjubændur óskað eftir því við ráðherra landbúnaðar að umrædd reglugerð verði endurskoðuð. Viðbrögð ráðuneytisins, (og þar með, að ég tel, fimm ráðherra), hafa einkennst af dulbúinni jákvæðni.

Vinnan hefur nefnilega ítrekað strandað, sem er að mínu áliti með öllu óskiljanlegt þar sem hagsmunir flóru Íslands er í húfi. Í 4. gr. reglugerðarinnar er tekið fram að innflutningur á bolvið með berki er óheimill. Í 5. gr. sömu reglugerðar kemur fram að heimilt er að flytja inn trjávið með berki. Það er augljóst að nauðsynlegt er að ljúka endurskoðun á gildandi reglugerð þar sem auðveldlega megi túlka innflutning á plöntum og plöntuafurðum á mismunandi veg með flóru Íslands að veði.

Verksmiðjubúskapur

Mikið er spáð og spekúlerað um verksmiðjubúskap á Íslandi. Þar virðast menn líta til skilgreiningar á slíkri framleiðslu með mjög neikvæðum hætti. En hver er skilgreining verksmiðjubúskapar?

Matvælaframleiðsla er bundin í þannig umhverfi að mögulegt er að framleiða afurðirnar, hvort sem er svín, kjúklingur, egg eða jafnvel grænmeti. Allt er þetta framleitt við kröfur og skilyrði svo neytendur geti notið öruggra matvæla á hverjum tíma. Ef ekki væri húsakostur fyrir svínaframleiðslu myndu þau drepast úr kulda á okkar harða landi. Sama á við kjúkling og egg. Tómatar og gúrkur þrífast ekki utandyra og þar sem þessi framleiðsla fer fram innandyra í vernduðu umhverfi í miklu magni, er framleiðslan þá skilgreind sem verksmiðjubúskapur?

Íslenskir svínaræktendur eru að framleiða jafn mikið á einu ári og það sem Danir framleiða af svínakjöti á einni viku. Þar á bæ tala menn eftir sem áður um landbúnað en ekki verksmiðjubúskap. En að hluta þá er þessi vara flutt inn og enginn talar um að verið sé að neyta verksmiðjuframleidds matar.

Höfum skilgreiningar og hugtök svo allir skilji það eins, stöndum vörð um íslenskan landbúnað öllum til heilla, bændum, neytendum og verkamönnum þessa lands.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...