Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Wallis – Björninn og Húnninn
Á faglegum nótum 2. mars 2017

Wallis – Björninn og Húnninn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Wallis dráttarvélar nutu talsverðra vinsælda í Norður-Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar. Þær urðu síðar hluti af Massry-Harris samstæðunni.

Uppruna Wallis dráttarvéla má rekja til fyrirtækisins J. I. Case Plow Works sem var stofnað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1884 til að framleiða plóga og önnur jarðvinnslutæki.

Þegar stofnandi fyrirtækisins, Jerome I. Case, féll frá 1891 tók tengdasonur hans, Henry M. Wallis, við rekstrinum. Samhliða framleiðslu á jarðvinnslutækjum hóf hann hönnun á þriggja járnhjóla dráttarvél sem ganga átti fyrir olíu í stað gufu sem var algengast á þeim tíma.

Fyrsti Wallisinn

Árin 1912  og 1914 setti fyrirtækið á markað tvær týpur Wallis dráttarvéla sem kölluðust Bear og Cub, eða Björninn og Húnninn, og voru mismunandi af stærð.

Bear var mun stærri og öflugri en Cubinn. Við markaðssetningu traktoranna var  mikið lagt upp úr að þeir væru sparneytnir á olíu.

Björninn

Björninn var um 50 hestöfl, vó rúm sjö tonn og með fjögurra strokka og til þess gerður að draga stór og þung jarðvinnslutæki og plóga. Framhjólið var um metri að breidd og afturhjólin hálf sú stærð. Ganghraðinn var þrír gírar áfram og einn aftur á bak.

Húnninn

Fyrsta útgáfan af húninum var 25 hestöfl og vó rúm 3,4 tonn en sú sem fylgdi í kjölfarið var 44 hestöfl og tæp 3,8 tonn að þyngd og með fjögurra strokka vél. Gírarnir voru tveir áfram og einn aftur á bak.
Wallis Cub var fyrsta dráttarvélin sem var með heilum undirvagni.

Cub Junior

Sala á Cubnum var góð og á næstu árum voru nýjar týpur eins og Cub Junior eða Model J settar á markað. Junior var 25 hestafla smátraktor á þremur hjólum og vó ekki nema 1,3 tonn. Ganghraðinn var einn gír áfram og einn aftur á bak. 

Módel K og OK

Árið 1920 setti fyrirtækið módel K sem var fjögurra hjóla dráttarvél sem byggði að hluta á hönnun bresku Ruston og Hornsby dráttarvélanna. Stærstur hluti Model K var framleiddur til útflutnings og seldur til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Þrátt fyrir að Model K væri fjögurra hjóla voru 380 slíkir framleiddir á þremur hjólum.

Árið 1923 var greint frá því að hönnun á nýrri týpu Wallis dráttarvélar væri vel á veg komin og skyldi hún kallast Model OK. Um var að ræða minnsta Vallis traktorinn til þessa og var hann ætlaður vínberja- og ávaxtaræktendum. Salan hans var dræm og framleiðslunni fljótlega hætt.

Massey-Harris eignast J. I. Case Plow Works

Árið 1927 tók Massey-Harris að sér sölu á Wallis dráttarvélum í Kanada og ári síðar yfirtók Massry-Harris fyrirtækið með manni og mús. J. I. Case Plow Works er því að hluta til grunnurinn að því veldi sem seinna varð Massey-Harris Feguson. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...