Skylt efni

Gamli traktorinn

Ekilslaus dráttarvél
Á faglegum nótum 28. desember 2018

Ekilslaus dráttarvél

Hugmyndin um sjálfstýrandi og ekils­laus­an traktor kom fyrst fram skömmu fyrir miðja síðustu öld og því ekki ný af nálinni. Ekkert varð úr framleiðslu slíkra véla á þeim tíma enda tæknin ekki til staðar.

Challenger á heimsmetið í herfingu
Á faglegum nótum 2. október 2018

Challenger á heimsmetið í herfingu

Undir lok þar síðustu aldar voru Bandaríkjamennirnir Benjamin Holt og Daniel Best að gera, hvor í sínu lagi, tilraunir með gufuvélar til notkunar í landbúnaði. Báðir urðu þeir síðar frumkvöðlar í hönnun og smíði bensín- dísilknúinna dráttarvéla.

Steiger – stórir traktorar
Á faglegum nótum 17. september 2018

Steiger – stórir traktorar

Stórar dráttarvélar í dag eiga það flestar sameiginlegt að vera fjórhjóladrifnar, með öll dekkin í sömu stærð og vera knúnar af hundruð hestafla sex strokka dísilvél.

Centaur gangsettur á Íslandi eftir 50 ár
Fréttaskýring 15. ágúst 2018

Centaur gangsettur á Íslandi eftir 50 ár

Upplýsingar um upphaf Centaur dráttarvéla eru strjálar enda Central Tractor Company og LeRoi Corporation sem fram­leiddi vélarnar löngu horfið af sjónarsviðinu og lítið til um starfsemi fyrir­tækisins. Centaur 2-C var gangsettur á Hvanneyri nú í sumar.

Square Turn-traktorinn
Á faglegum nótum 18. júlí 2018

Square Turn-traktorinn

Square Turn dráttar­vélarnar þóttu byltingar­­kenndar á sínum tíma enda einstakir traktorar sem áttu sér enga líka. Dráttarvélin var gríðarstór á síns tíma mælikvarða og með rúmlega tveggja metra bili milli stórra járn­hjólanna.

Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar

Framleiðendur og áhugamenn um dráttarvélar hafa löngum verið útsjónar­samir eins og sýndi sig þegar skortur var á öflugum dráttarvélum um miðbik síðustu aldar. Lausnin fólst í því að búa til eina dráttarvél úr tveimur.

Barreiros – spænskar dráttarvélar
Á faglegum nótum 18. júní 2018

Barreiros – spænskar dráttarvélar

Spænski véla­framleið­andinn Barreiros Diesel S.A. var settur á laggirnar í Madrid árið 1954 af manni sem hét Eduarndo Barreiro. Fljótlega hóf fyrirtækið framleiðslu á dísilvélum í borginni Ourense í norðvesturhluta Spánar.

Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi
Bubba dráttarvélar
Á faglegum nótum 23. maí 2018

Bubba dráttarvélar

Stofnandi ítalska dráttarvélaframleiðslu­fyrirtækisins Bubba hóf afskipti sín af landbúnaði skömmu fyrir lok þarsíðustu aldar með því að taka að sér að þreskja kornakra fyrir bændur í norðursveitum Ítalíu. Seinna bættust við ýmiss konar vélaviðgerðarverkefni.

IMT var einn stærsta dráttarvél heims
Á faglegum nótum 4. maí 2018

IMT var einn stærsta dráttarvél heims

Árið 1947 hóf serbneska fyrirtækið Industriya Masina Traktoru framleiðslu á dráttarvélum sem kölluðust IMT. Tæpum áratug síðar framleiddi fyrirtækið einnig dráttarvélar fyrir Massey Ferguson.

Pampa frá landi tuðrusnillinga
Á faglegum nótum 23. apríl 2018

Pampa frá landi tuðrusnillinga

Það hafa víða verið smíðaðar dráttarvélar í gegnum tíðina og Argentína er þar engin undantekning. Íslendingar eru þó trúlega uppteknari við það í dag að landslið Argentínu í knattspyrnu verður fyrsti mótherji mörlandans í heims­meistaramótinu sem fram fer í Rússlandi í júní.

Boring – tóm leiðindi
Á faglegum nótum 9. apríl 2018

Boring – tóm leiðindi

Árið 1916 fékk Charles E. Boring frá Illinois í Bandaríkjunum einkaleyfi á dráttarvél sem hann hannaði og smíðaði sjálfur. Þrátt fyrir að nafnið væri ekki það heppilegasta nefndi Charles dráttarvélina í höfuðið á sér og fékk hún nafnið Boring. Á íslensku héti traktorinn því Leiðinlegur.

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar
Á faglegum nótum 27. febrúar 2018

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar

Versatile er upphaf­lega kanadískt fyrir­tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land­búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar.

Waterloo Boy varð John Deere
Á faglegum nótum 16. febrúar 2018

Waterloo Boy varð John Deere

Árið 1893 stofnaði John Froelich ásamt viðskiptafélögum sínum fyrirtæki sem þeir kölluðu The Waterloo Gasoline Traction Engine í Iowa-ríki í Norður-Ameríku. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða og selja uppfinningu Froelich sem var fyrsta bensínknúna dráttarvélin.

Deutz – Fahr, tækniframfarir og velgengni
Á faglegum nótum 5. febrúar 2018

Deutz – Fahr, tækniframfarir og velgengni

Þýsk-ítalski dráttarvéla­framleiðandinn Deuts – Fahr á rætur sínar að rekja til tveggja þýskra fyrirtækja Deutz og Farh sem bæði voru stofnuð um miðja þarsíðustu öld.

Bull – Litla og stóra nautið
Á faglegum nótum 21. desember 2017

Bull – Litla og stóra nautið

Stjarna dráttar­véla­fram­leiðandans Bull Tractor Co reis ört á öðrum áratug síðustu aldar og hrapið var hátt. Fyrirtækið varð stærsti framleiðandi dráttarvéla í Norður-Ameríku á einu ár. Sex árum seinna var það gjaldþrota.

Hattat – tyrkneskir traktorar
Á faglegum nótum 11. desember 2017

Hattat – tyrkneskir traktorar

Nýlega var hafinn innflutningur á Hattat dráttarvélum frá Tyrklandi. Fyrirtækið framleiðir meðal annars dráttarvélar fyrir Valtra sem seldar eru á alþjóðamarkaði og Massey Ferguson fyrir Tyrklandsmarkað.

Steyr – logóið var skotskífa
Á faglegum nótum 23. nóvember 2017

Steyr – logóið var skotskífa

Dráttarvélaframleið­andinn Steyr rekur uppruna sinn til rifflaframleiðslu og þar til fyrir skömmu líktist lógó fyrirtækisins skotskífu. Talsvert hefur verið flutt inn af Steyr dráttarvélum til Ísland.

Newman – „fútúrískir” framtíðartraktorar
Á faglegum nótum 10. nóvember 2017

Newman – „fútúrískir” framtíðartraktorar

Í lok seinni heim­s­styrjaldar­innar hófst mikið uppbyggingar­­skeið og þörf skapaðist fyrir landbúnaðar­tæki af öllum stærðum og gerðum til matvæla­framleiðslu og fjöldi fyrirtækja sá hag sinn í framleiðslu þeirra.

Skódi ljóti spýtir grjóti
Á faglegum nótum 31. október 2017

Skódi ljóti spýtir grjóti

Flestir Íslendingar þekkja Skoda-bifreiðar af góðu þrátt fyrir að í eina tíð hafi stundum verið sagt Skódi ljóti spýtir grjóti og drífur ekki nema niður í móti. Færri vita líklega að á öðrum áratug síðustu aldar var Skoda stærsti dráttarvélaframleiðandi í Austur-Evrópu.

Saunderson fyrrum risi á markaðinum
Á faglegum nótum 12. október 2017

Saunderson fyrrum risi á markaðinum

Velgengni Saunderson dráttarvéla á öðrum áratug síðustu aldar var slík að um tíma var fyrirtækið stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi utan Bandaríkjanna.

TAFE – þriðji stærsti dráttar- vélaframleiðandi í heimi
Á faglegum nótum 4. september 2017

TAFE – þriðji stærsti dráttar- vélaframleiðandi í heimi

Véla-landbúnaðartækja­framleiðandinn TAFE er þriðji stærsti framleiðandi dráttarvéla í heiminum í dag og starfar í nánu samstarfi við framleiðendur AGCO og Massey Ferguson dráttarvélar.

Volvo – ég rúlla
Á faglegum nótum 18. ágúst 2017

Volvo – ég rúlla

Fyrsta Volvo-bifreiðin var smíðið í Svíþjóð árið 1927. Hugmyndin að baki bílunum var að framleiða bíl sem þyldi erfiða vegi eða öllu held­ur vegslóða í sveitum Sví­þjóðar og kuldann í landinu. Á latínu þýðið orðið volvo „ég rúlla“.

Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur
Á faglegum nótum 13. júlí 2017

Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur

Í þorpinu Forstern, nærri München í Bæjaralandi í Þýskalandi, var fyrsta Eicher dráttarvélin smíðuð árið 1930. Það var Eicher Diesel 22PSI – 1939. Dró hún nafn sitt af þúsundþjalasmiðnum Albert Eicher. Var þetta upphafið að umfangsmiklum rekstri Eicher Forstern og Dingolfing verksmiðjanna.

Hornsby Akroyd – með þjöppukveiki á vélinni
Á faglegum nótum 18. apríl 2017

Hornsby Akroyd – með þjöppukveiki á vélinni

Vélsmiðjan Richard Hornsby og synir í Lincoln-skíri á Englandi var starfandi frá 1828 til 1918. Á þeim níutíu árum framleiddi fyrirtækið meðal annars gufu- og olíuvélar. Árið 1896 setti fyrirtækið á markað sína fyrstu dráttarvél.

Fowler – plógur, traktor og skriðdreki
Á faglegum nótum 29. mars 2017

Fowler – plógur, traktor og skriðdreki

Árið 1863 hóf uppfinningamaðurinn og landbúnaðarverkfræðingurinn John Fowler frá Leeds í Englandi framleiðslu á jarðvinnslutækjum, gufuvélum og ýmsum búnaði fyrir járnbrautalestir. Fyrirtækið fékk heitið John Fowler & Co.

Wallis – Björninn og Húnninn
Á faglegum nótum 2. mars 2017

Wallis – Björninn og Húnninn

Wallis dráttarvélar nutu talsverðra vinsælda í Norður-Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar. Þær urðu síðar hluti af Massry-Harris samstæðunni.

Samson – tómt klúður
Á faglegum nótum 15. febrúar 2017

Samson – tómt klúður

Uppaf Samson dráttarvélaframleiðandans ná rekja til járnsmiðju í Kaliforníu-ríki sem bar heitið Samson Iron Works. Eftir að járnsmiðjan hóf framleiðslu á dráttarvélum breyttist heitið í Samson Tractor Company.

Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum
Á faglegum nótum 3. febrúar 2017

Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum

John Froelich er einn af fáum ef ekki eini hönnuður dráttarvéla í heiminum sem sveitarfélag er nefnt í höfuðið á. Froelich er fámennt sveitafélag í Iowa-ríki í Bandaríkjunum og þar smíðaði John Froelich fyrsta traktorinn sem gekk fyrir bensíni og steinolíu og var með gíra sem gerðu honum kleift að fara bæði aftur á bak og áfram.

Austin – elsta hjóladráttarvélin á Íslandi kom til landsins 1920
Á faglegum nótum 16. janúar 2017

Austin – elsta hjóladráttarvélin á Íslandi kom til landsins 1920

Bretinn Herbert Austin hóf framleiðslu á bílum í Worcester-skíri árið 1906 og dráttarvélum 1919. Fyrsta dráttarvélin sem kallaðist Austin Model R líktist hinum bandaríska Forsson í flestu nema því að vélin í Austin var kraftmeiri.

Clayton og Shuttleworth og Rauða stjarnan
Líf og starf 3. janúar 2017

Clayton og Shuttleworth og Rauða stjarnan

Vélaframleiðslufyrirtækið Clayton og Shuttleworth var stofnað árið 1841. Stofnendurnir voru erfingi bátasmiðju og eigandi málmbræðslu í Lincol-skíri í Bretlandi. Endalok fyrirtækisins voru sem Rauða stjarnan í Ungverjalandi.

Draumurinn um Hansen frá Kína
Á faglegum nótum 12. desember 2016

Draumurinn um Hansen frá Kína

Að þessu sinni verður ekki beint fjallað um gamla dráttarvél heldur farið vítt og breitt yfir dráttarvélaframleiðslu í Kína.

Mahindra – metsölutraktor frá Indlandi
Á faglegum nótum 25. nóvember 2016

Mahindra – metsölutraktor frá Indlandi

Gamli traktorinn að þessu sinni er ekki eins gamall og oft áður. Um er að ræða indverska dráttarvél sem sett var á markað á áttunda áratug síðustu aldar. Í dag eru Mahindra-dráttarvélar mest seldu traktorar í heimi.

Dráttarvél frá Ástralíu
Á faglegum nótum 16. nóvember 2016

Dráttarvél frá Ástralíu

Ástralía er stór heimsálfa og landbúnaður þar hefur verið mikill allt frá landnámi hvíta mannsins. Á gullöld smárra dráttarvélaframleiðenda voru þar framleiddar ýmsar gerðir traktora sem flestar heyra sögunni til.

Dráttarvélar „Down under”
Fréttaskýring 26. október 2016

Dráttarvélar „Down under”

Í hinum heillandi heimi gamalla dráttarvéla leyninst ýmislegt fróðlegt þegar vel er að gáð. Á gullöld lítilla dráttarvélaramleiðenda voru framleiddir traktorar út um allar koppagrundir. Að þessu sinni verður sagt frá fjórum sem framleiddar voru í Ástralíu snemma á og um miðja síðustu öld.

Leader – gulur, rauður og grænn
Á faglegum nótum 19. september 2016

Leader – gulur, rauður og grænn

Fjöldi framleiðenda á dráttarvélum á síðustu öld er ótrúlegur. Þrátt fyrir að sumar hafi aðeins verið framleiddar í tugum eða nokkur hundruð eintökum er saga þeirra áhugaverð. Leader er dæmi um dráttarvélar sem framleiddar voru af litaglöðum feðgum.

Graham Bradley–framúrstefnuhönnun
Á faglegum nótum 7. september 2016

Graham Bradley–framúrstefnuhönnun

Fjármálakreppan sem herjaði á Vesturlandabúa á fjórða áratug síðustu aldar hafði gríðarleg áhrif í miðríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að bændur þar hefðu flestir til hnífs og skeiðar var fjárhagsstaða þeirra í bullandi mínus og margir misstu jarðnæði sitt í skuldafen banka og fjármálastofnana.

Man – stopul framleiðsla
Á faglegum nótum 23. ágúst 2016

Man – stopul framleiðsla

Í dag þekkja margir farartækin frá MAN AG sem vöruflutningabíla en fyrirtækið framleiddi einnig dráttarvélar frá 1924 til 1956. Saga Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg spannar 258 ára og nær aftur til ársins 1758.

Lanz Bulldog  – gæða traktor
Á faglegum nótum 4. ágúst 2016

Lanz Bulldog – gæða traktor

Lanz Bulldog dráttarvélar voru framleiddar af þýska fyrirtækinu Heinrich Lanz AG í Mannheim í Baden-Württemberg Þýskalandi. Framleiðsla Lanz hófst 1921 en var hætt 1960.

Yeoman – nýstárlegur, dýr en misheppnaður
Á faglegum nótum 18. júlí 2016

Yeoman – nýstárlegur, dýr en misheppnaður

Bretinn Thomas Turner hóf feril sinn með framleiðslu reiðhjóla í Wolverhampton árið 1928. Hann útvíkkaði framleiðsluna í lok fimmta áratugar síðustu aldar í bifreiðar, mótorhjól, vélahluti í flugvélar og dráttarvélar. Framleiðslu dráttarvélanna var hætt 1957.

Garner – litlir og léttir
Allis-Chalmers á gúmmí­túttum með blöðrum
Á faglegum nótum 16. júní 2016

Allis-Chalmers á gúmmí­túttum með blöðrum

Framleiðsla á Allis-Chalmers dráttarvélum hófst 1913. Til að byrja með var framleiðslan lítil en á fjórða áratug síðustu aldar voru vélarnar í hópi tíu mest seldu traktora í Bandaríkjunum og stóðu öðrum dráttarvélum fyllilega jafnfætis.

Hurlimann – svissneskur gæðatraktor
Á faglegum nótum 3. júní 2016

Hurlimann – svissneskur gæðatraktor

Svissneski bóndasonurinn Hans Hurlimann ól ungur með sér þann draum að létta föður sínum lífið við bústörfin. Hans lærði vélaverkfræði og stofnaði fyrirtæki og hóf framleiðslu á dráttarvélum.

Rushton – vonlaus frá upphafi
Á faglegum nótum 19. maí 2016

Rushton – vonlaus frá upphafi

Þrátt fyrir að Bretinn George Ruston ætti ekki bót fyrir boruna á sér aftraði það honum ekki í að dreyma stóra drauma. Einn þessara drauma var að verða eins konar bresk útgáfa af bandaríska iðnjöfrinum og dráttarvélaframleiðandanum Henry Ford.

Eagle – náði aldrei flugi
Á faglegum nótum 4. maí 2016

Eagle – náði aldrei flugi

Þrátt fyrir góðan vilja og hug framleiðanda Eagle traktora náðu vélarnar aldrei flugi né vinsældum. Fyrstu dráttarvélarnar þóttu þungir, klunnalegir og ómeðfærilegir. Nýrri týpur þóttu liprari og meðfærilegri Eftir að seinni heimsstyrjöldin skall á var framleiðslunni hætt.

Hatz – framleiddur í rúman áratug
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Hatz – framleiddur í rúman áratug

Árið 1880 settu tveir bræður í Þýskalandi á stofn vélsmiðju undir fjölskylduheitinu Hatz. Fyrirtækið hóf framleiðslu á dráttarvélum um miðja síðustu öld en hætti því rúmum áratug síðar. Í dag sérhæfir Hatz sig í framleiðslu á dísilmótorum og varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól.

Latil – með drif á öllum
Á faglegum nótum 2. febrúar 2016

Latil – með drif á öllum

Framleiðsla Latil dráttarvéla hófst í Frakklandi árið 1914 og þrátt fyrir að þeir hafi aldrei slegið nein sölumet voru þeir framleiddir fram á fimmta tug síðustu aldar.

Marshall – breska útgáfan af Lanz
Á faglegum nótum 14. janúar 2016

Marshall – breska útgáfan af Lanz

Marshall-dráttarvélar nutu mikilla vinsælda á Bretlandi um og eftir miðja síðustu öld. Traktorinn var markaðssettur sem bresk hönnun en var að mestu leyti endurgerð á þýskum Lanz Bulldog.

Güldner – þýsk eðalvél frá því fyrir tíma koltvísýringsmælinga
Á faglegum nótum 8. desember 2015

Güldner – þýsk eðalvél frá því fyrir tíma koltvísýringsmælinga

Þýskar vélar þóttu lengi með þeim bestu í heimi, traustar og áreiðanlegar. Wolkswagen-hneykslið fyrr á þessu ári hefur reyndar dregið verulega úr tiltrú margra á þýskri tækni.

Samson – hrakfalla­saga frá upphafi
Á faglegum nótum 27. nóvember 2015

Samson – hrakfalla­saga frá upphafi

Ford og General Motors áttu í harðri samkeppni á bifreiðamarkaði þegar Ford setti Fordson dráttarvélar á markað árið 1917 sem voru mun ódýrari traktorar en áður höfðu þekkst. GM ákvað strax að fara í samkeppni við Ford og hóf fljótlega framleiðslu á traktorum sem þeir kölluðu Samson.

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr