Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rushton – vonlaus frá upphafi
Á faglegum nótum 19. maí 2016

Rushton – vonlaus frá upphafi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Bretinn George Ruston ætti ekki bót fyrir boruna á sér aftraði það honum ekki í að dreyma stóra drauma. Einn þessara drauma var að verða eins konar bresk útgáfa af bandaríska iðnjöfrinum og dráttarvélaframleiðandanum Henry Ford.

Rushton, sem var verkfræðingur og gríðarlega sannfærandi sölumaður á eigin hugmyndir, fékk leyfi hjá vinnuveitanda sínum til að hanna traktor sem átti að keppa við Fordson dráttarvélar á Bretlandseyjum. Rusthon var svo stórhuga að honum mun hafa tekist að sannfæra vinnuveitendur sína um að traktorarnir yrðu svo góðir og eftirsóttir að þeir mundu að lokum ryðja Fordson af markaði. Fyrst á Bretlandseyjum og í framhaldi af því í Bandaríkjunum.

Keypt var gömul vélaverksmiðja þar sem áður voru framleiddir lestarvagnar til að smíða dráttarvélarnar sem fengu nafnið Rushton í höfuðið á skaparanum.

Tri Tractor

Frumtýpan kallaðist Tri Tractor og var á þremur hjólum. Sú útgáfa reyndist að öllu leyti ónothæf til allra verka og fór aldrei í framleiðslu.

Næsta skref Rushton var að kaupa amerískan Fordson og skrúfa hann í sundur og smíða nákvæma eftirlíkingu. Til að koma í veg fyrir kæru á þeim forsendum að um eftirgerð væri að ræða breytti hann ákveðnum vélarhlutum eftir sínu höfði.

Fyrstu traktorarnir sem voru fjögurra strokka og á fjórum járnhjólum komu á markað 1928. Þeir voru og bæði þyngri og aflmeiri en Fordson. Þeir voru jafnframt talsvert dýrari.

Salan gekk illa

Á dráttarvélasýningu í Oxford árið 1930 kepptu Rushton og Fordson um hvor vélin hefðu meira dráttarafl. Blokkin í Fordson traktornum brotnaði við aflraunina og varð að hætta keppni. Niðurstaðan var sú að Rushton vélin væri 23,9 hestöfl en Fordsoninn 20,3.

Markmiðið var að selja 10.000 Rushton dráttarvélar fyrstu árin. Þrátt fyrir háleitar hugmyndir og góðan vilja gekk sala Rushton dráttarvélanna vægast sagt illa og fyrirtækið fór á hausinn 1932. Þeir fáu Rushton traktorar sem framleiddir voru gengu undir heitinu General.

Fyrirtæki, sem hét Tractors Ltd. og framleiddi Trusty dráttarvélar, keypti framleiðsluréttinn á Rushton traktorunum og framleiddi nokkra slíka, bæði á hjólum og beltum, fram eftir fjórða áratug síðustu aldar.
Í auglýsingu frá Tractors Ltd. sem átti að blása lífi í sölu Rushton dráttarvéla frá 1933 segir að vélarnar séu einstaklega liprar og kraftmiklar og dráttargeta þeirra vel á sjötta tonn og þeir nái allt að 3o kílómetra hraða á klukkustund með þungan vagn í eftirdragi.

Góðir í varahluti

Eftir að framleiðslu Rushton dráttarvélanna var hætt hvarf stór hluti þeirra, þrjú til fjögur þúsund eintök sem voru framleidd, af sjónarsviðinu. Mikið af þeim voru notaðir í varahluti bæði í Rushton og Fordson traktora.

Skylt efni: Gamli traktorinn | rushton

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...