Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heilbrigðar kýr í fjósi.
Heilbrigðar kýr í fjósi.
Mynd / ghp
Á faglegum nótum 27. janúar 2023

Meira um Parainfluensu í nautgripum

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár og Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir í NA-umdæmi, bæði hjá Matvælastofnun.

Eins og fram kom í grein sem birt var hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu síðastliðið haust greindist Bovine Parainfluensa 3 veira í fyrsta sinn snemma haustið 2022 á einum bæ á Norðausturlandi. Þar höfðu kýr verið veikar af veiruskitu, en voru á sama tíma með einkenni frá öndunarfærum sem ekki pössuðu við hina venjulegu sjúkdómsmynd veiruskitu.

Kýrnar voru að veikjast af skitu í annað sinn á einu ári, sem er óvanalegt. Þær urðu mun veikari í seinna skiptið og sýndu eins og áður segir einkenni frá öndunarfærum á sama tíma. Um var að ræða þurran hósta, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin fóru yfir allt fjósið en minna virtist vera um blóðnasir hjá kálfunum. Tekin voru sýni úr 6 kúm á bænum og sá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um að senda sýnin til erlendra rannsóknarstofa í viðeigandi rannsóknir miðað við sjúkdómseinkenni. Sýnin voru öll neikvæð m.t.t. mótefna gegn smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi barkabólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunarfærabólgu (BRSV) en 5 sýni af 6 voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn Bovine Parainfluensa 3 virus (BPIV3).

Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Ekki varð vart við nein alvarlegri einkenni í kjölfar sýkingarinnar á umræddum bæ og hafa gripirnir allir náð sér og eru einkennalausir.

Þegar ofangreind niðurstaða barst var ekki vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Veiran veldur oftast vægum einkennum og sýking getur því hafa farið það dult að ekki hafi orðið vart við hana. Helst er álitið að BPIV3 veiran hafi náð sér á strik á umræddum bæ vegna þess, að hún var til staðar í gripahópnum og að kýrnar höfðu orðið fyrir ónæmisbælingu við ítrekaðar sýkingar með coronaveirunni sem veldur veiruskitu.

Til þess að komast að því hversu útbreidd þessi veira er í íslenska nautgripastofninum voru rúmlega 70 sýni send til rannsóknar á haustmánuðum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að veiran finnst nú þegar í öllum landshlutum. Er því litið svo á að um sé að ræða dulda, landlæga sýkingu sem almennt er ekki að valda veikindum í nautgripum hérlendis. Miðað við umrætt tilvik virðist ákveðin ónæmisbæling vera forsenda þess að sýkingin magnist upp og fari að valda sjúkdómseinkennum.

Skylt efni: veiruskita

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...