Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Hofstaðaseli er að fara í gang athugun sem á að gefa skýrari mynd á hversu mikið kjarnfóður er rétt að gefa ungnautum.
Á Hofstaðaseli er að fara í gang athugun sem á að gefa skýrari mynd á hversu mikið kjarnfóður er rétt að gefa ungnautum.
Á faglegum nótum 22. nóvember 2022

Kjarnfóðurgjöf holdanauta athuguð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er að hefja athugun á kjarnfóðurgjöf við ræktun holdanauta.

Ditte Clausen

Ditte Clausen, ráðunautur hjá RML, segir að markmið verkefnisins sé að varpa ljósi á hvað sé hægt að gefa lítið kjarnfóður, en ná samt góðri flokkun og heppilegum vaxtarhraða. Athugunin fer fram í Hofstaðaseli í Skagafirði í samstarfi við Bessa Frey Vésteinsson bónda.

Athuguninni er ætlað að varpa betra ljósi á það hversu lítið kjarnfóður bændur geta gefið, án þess að það verði óhagkvæmt. Veigamikið atriði í ræktun holdanauta er tíminn sem fer í að ná sláturþyngd. Því er oft ákjósanlegast að gefa meira kjarnfóður, þar sem það leiðir yfirleitt til skemmri vaxtartíma.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að því lengur sem gripur er á húsi, því dýrari er ræktunin á honum. Langur vaxtartími minnkar veltu gripa á búinu og eftir að nautin hafa náð ákveðnum aldri nýtist fóðrið ver til vaxtar. Með athuguninni vonast RML til að geta gert fóðuráætlanir þar sem hægt er að stilla af magn kjarnfóðurs með tilliti til grófóðurgæða og hversu mikinn tíma er hægt að gefa gripunum í vöxt á hverju búi.

108 kálfar í sex hópum

Fyrstu kálfarnir verða teknir á hús núna og tekur minnst tvær vikur að koma öllum hópnum inn. Þeir hafa verið í haga með móður sinni – þeir elstu frá því í apríl, en þeir yngstu síðan í ágúst. Allir kálfarnir sem taka þátt í athuguninni eru blendingar af holdanautakyni og því enginn arfhreinn af íslenska mjólkurkúakyninu.

Kálfarnir verða vigtaðir þegar þeir eru teknir inn og fráfæruþunginn skrásettur. Þegar öllum kálfunum hefur verið komið fyrir, er hópurinn vigtaður á ný og verður sá þungi hinn eiginlegi upphafsþungi rannsóknarinnar.

Samtals eru 108 kálfar í athuguninni sem flokkaðir eru í þrjá hópa eftir því hversu mikið kjarnfóður þeir fá. Þeir verða hafðir í sex stíum sem gefur möguleika á tveimur endurtekningum fyrir hverja meðferð.

Sláturaldur ræðst af þunga

Allir gripirnir verða vigtaðir mánaðarlega og verður miðað við að senda þá í sláturhús þegar þeir hafa náð nálægt 580 kílógrömmum á fæti, sem gefur um 300 kílógramma fallþunga. Athugunin miðar að því að kanna hversu langan tíma tekur fyrir gripina að ná þeim þunga. Talið er að hagkvæmast sé að ná þessari þyngd áður en nautin ná 18 mánuðum, en aldur íslenskra sláturgripa er að meðaltali tvö ár.

Gróffóðrið í Hofstaðaseli er allt í heyrúllum. 15 heysýni hafa verið tekin sem eiga að gefa góða heildarmynd á heyforðann. Jafnframt mun Bessi taka regluleg sýni eftir að gróffóðrið hefur farið í gegnum fóðurblandarann og því hægt að sjá hvort að blandan stenst forsendur. Heilfóðurblandarinn gefur möguleika á að vigta hverja einustu gjöf. Mánaðarlega verður allt moðið vigtað og verður þá hægt að reikna út meðalát.

Þegar Bændablaðið ræddi við Ditte var ekki komið á hreint hversu mikið kjarnfóður hver hópur fengi. Ef heysýnin koma sérlega vel út getur verið að einn hópurinn fái einungis gróffóður. Í þeim hópi sem mest verður gefið af kjarnfóðri verður það á bilinu 30­40%. Þar á milli verður einn hópur þar sem fóðurbætirinn verður nálægt 15­20% af þurrefnisáti. Heildarfóðrunin er mismunandi eftir aldri gripanna, en að meðaltali fá þeir fimm til níu kílógrömm þurrefnis á dag. Dagleg kjarnfóðurgjöf á hvern grip mun því ekki fara mikið yfir tvö til þrjú og hálft kílógramm.

Samsetning fóðurbætisins er ekki endanlega ákveðin og fer það eftir aðgengi að góðu byggi. Við athugunina verður því annaðhvort notast við tilbúnar kjarnfóðurblöndur eða bygg – eða blöndu af hvort tveggja. Gætt verður að því að allir hóparnir fái eins fóðurbæti, þó magnið sé ekki það sama.

Hægt að fylgjast með á Facebook

Áhugasamir geta fylgst með verkefninu á samfélagsmiðlum, en stefnt er að því að stofna Facebook­ hóp þegar verkefnið er komið í gang og verður það auglýst á heimasíðu RML. Þar verða birtar myndir og uppfærðar niðurstöður eftir því sem á líður.

Skylt efni: holdanaut | Kjarnfóður

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...