Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
egi eftir lokun skurðar við endurheimt mýrar og sama svæði ári seinna.
egi eftir lokun skurðar við endurheimt mýrar og sama svæði ári seinna.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2025

Hér er skurður um skurð frá mýri til mýrar

Höfundur: Iðunn Hauksdóttir, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Þrettán ára hóf ég mína vegferð í umhverfismálum þegar grunnskólinn minn sótti um að verða Grænfánaskóli.

Þegar það tókst hlógum við að birkihríslunni sem við fengum við afhendingarathöfnina því í Staðarsveit vaxa tré varla og þá lárétt ef það gerist. Nú er ég orðin 36 ára og er orðin afar langþreytt á umræðunni um loftslags- og umhverfismál og alls ekki ein um það. En þá er til ráð og það er að hugsa eins og frú Vigdís Finnbogadóttir, landið er menning og menning er landið! En landið hefur mannfólkið því miður skemmt og sér ekki fyrir endann á því. Þess vegna þarf að huga betur að landinu, vernda og endurheimta.

Nú er ég svo óheppin að þykja óhemju vænt um mýrar enda alin upp á jörð sem er nær öll hundblaut með stöðuvötnum, mýrum, sjó og lækjum. En þvílíkt líf sem því fylgir enda er ekkert líf án vatns. Mýrin er þó ekki ósnortin, mörg ævintýrin má finna ofan í skurðum. En þá er ég orðin enn óheppnari því mér þykir líka vænt um skurði og finnst þeir heillandi. Mig langar í þessum pistli að varpa hér fram hugmynd að flokkun skurða því rétt eins og mýrar eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir. En flokkun mín byggist á vísan í upprunalegt hlutverk þeirra:

  • Ræktunarskurðir – grafnir til að rækta land til matvælaframleiðslu
  • Landamerkjaskurðir – grafnir til þess að merkja landamerki
  • Farvegaskurðir – grafnir til að breyta ár- og lækjarfarvegum
  • Vegaskurðir – grafnir til að þurrka upp vegstæði
  • Beitilandsskurðir – grafnir í úthaga til að bæta beitiland

Með þessari flokkun er orðið augljóst að markmið endurheimtar mýra hlýtur að vera flóknara en svo að við mokum ofan í skurði eingöngu til að stöðva losun kolefnis. Grunnforsenda er, jú, að hækka grunnvatnsstöðu því hlutverk skurða var að lækka hana. En önnur veigamikil markmið hafa fengið lítinn hljómgrunn undanfarið sem rétt er að rifja upp:

  • Endurheimt fuglalífs 
    Dæmi: Hærri vatnsstaða heldur jarðveginum mjúkum og rökum sem er mikilvægt fyrir þá fugla sem stinga nefinu niður í jörðina í fæðuleit.
  • Endurheimt fiskalífs
    Dæmi: Með því að fjarlægja manngerða þröskulda, loka skurðum og færa vatn aftur í þurrkaða lækjarfarvegi má endurheimta mikilvæg hrygningar- og uppeldissvæði ferskvatnsfiska og ála.
  • Endurheimt landslags
    Dæmi: Þegar ruðningar við skurði eru settir ofan í þá opnast landslagið á ný og verður líkara því sem var fyrir framræslu.

Hjá Landi og skógi er hægt að sækja um styrki til endurheimtar votlendis sem m.a. felst í að sérfræðingar okkar leggja til þá faglegu vinnu sem er þörf fyrir árangursríka endurheimt, ráða og leiðbeina verktaka og er allur framkvæmdarkostnaður greiddur. Samningurinn gildir í um 20 ár og takmarkar ekki rétt eða nýtingu landeiganda á sínu landi nema að því leyti að ekki má lækka vatnsstöðuna á ný.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Iðunni Hauksdóttur hjá Landi og skógi eða senda póst á votlendi@landogskogur.is.

Skylt efni: skurðir | Land og skógar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...