Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Fréttir 17. mars 2021

Ýsan vanmetin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir á vef Landssambands smábátaeigenda er ýsustofninn við landið vanmetinn og því ástæða til að bæta við veiðiheimildir.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, segir að niðurstöður rallsins 2020 sýndu að ýsustofninn er í góðu ásigkomulagi og samkvæmt aflareglu ráðlagði Hafrannsóknastofnun um 9% aukningu frá fiskveiðiárinu 2019/2020.

„Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldurs­skiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005. Ráðlagður heildarafli nú er hins vegar aðeins 45.389 tonn en var fiskveiðiárið 2005/2006 105.000 tonn.

Jafnframt er meðalþyngd allra þeirra árganga sem nú er verið að veiða yfir langtíma meðaltali.
Nú er fiskveiðiárið hálfnað og staða margra útgerða farin að þrengjast. Í krókaaflamarkinu er búið að veiða um fjórðungi meira en það sem bátarnir fengu úthlutað samkvæmt aflahlutdeild. Með því að skipta þorski út fyrir ýsu úr aflamarkskerfinu hafa þeir aukið heimildir um 1.655 tonn. Þrátt fyrir það eru aðeins þúsund tonn eftir sem endast verður til loka fiskveiðiársins. Sambærilegur vandi er í aflamarkskerfinu, 11 þúsund tonn óveidd.

Fyrirsjáanlegt er að fjölmargar útgerðir, jafnt stórar sem smáar þurfa að óbreyttu að stöðva veiðar á næstunni. Við því þarf ráðherra að bregðast með því að bæta strax við heimildum en ekki bíða með það til 1. september.“

Örn segir að Landssamtök smábátaeigenda og Sjómannasamtökin hafi átt fund með sjávarútvegsráðherra um stöðuna og hafi ráðherra í framhaldinu komið á fundi milli samtakanna og hafrannsóknastofnunar.

Skylt efni: Ýsa fiskar

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...