Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Fréttir 11. ágúst 2023

Ýruskjótt folald með einkennilega blesu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ýruskjóttur blesóttur kallast litasamsetning þessa fallega folalds.

„Hann er eini hesturinn með þessa samsetningu á Íslandi eða brún ýruskjóttur og varblesóttur,“ segir Bríet Auður Baldursdóttir á Akurey 2 í Rangárþingi eystra, einn eigenda folaldsins Prins, sem er með þessa einstöku litasamsetningu. Prins fæddist þann 18. júní síðastliðinn. Litaafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellert ifrá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. Auk Bríetar eru María Brá og Ronja Bella Baldursdætur eigendur Prins.

Blesa Prins þykir sérstaklega athyglisverð en þekkist í erlendum hestakynjum og nefnist þar „Badger face“ en hefur ekki sést áður á Íslandi.

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...